ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 23:07 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Arlene Foster, fyrsta ráðherra Norður-Írlands. Þau lýstu bæði yfir áhyggjum af ákvörðun ESB í kvöld. Vísir/getty Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkjaði í kvöld nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga við sambandið - líkt og ESB sakar AstraZeneca um að hafa gert. ESB segir um að ræða „tímabundið fyrirkomulag“ en ekki útflutningsbann. Um hundrað ríki eru á undanþágulista frá heimildinni, þar á meðal Ísland og hin EFTA-ríkin. Þessi ákvörðun ESB stendur enn. ESB gaf það hins vegar einnig út í dag að það hygðist virkja ákvæði í Brexit-samningnum sem snýr að útflutningi ESB til Norður-Írlands. Með því vildi sambandið koma í veg fyrir að Norður-Írlandi yrði eins konar „bakdyr“ fyrir innflutning bóluefnis frá Evrópu til Bretlands. Bresk stjórnvöld lýstu yfir miklum áhyggjum vegna málsins í kvöld. Þá lýsti Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, ákvörðuninni sem „ótrúlegum fjandskap“ af hálfu ESB. Evrópusambandið tilkynnti þó að endingu í kvöld að það hefði hætt við að virkja ákvæðið. Skella skuldinni hvort á annað Evrópusambandið og AstraZeneca hafa staðið í deilum undanfarna daga eftir að fyrirtækið tilkynnti að það gæti ekki staðið við afhendingaráætlun sína á fyrsta ársfjórðungi. Bólusetning í Evrópu mun tefjast vegna þessa. AstraZeneca hefur skellt skuldinni á ESB og sagt sambandið hafa verið of svifaseint að semja um kaup á bóluefni. Þannig skrifuðu Bretar undir samning við AstraZeneca þremur mánuðum á undan ESB. ESB telur hins vegar að AstraZeneca beri að afhenda löndum sambandsins alla skammta sem samið var um. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði til að mynda á Twitter í dag, um leið og hún tilkynnti að bóluefnið hefði fengið markaðsleyfi í Evrópu, að hún byggist við því að allir fjögur hundruð milljón skammtarnir frá AstraZeneca yrðu afhentir. We have just authorised the @AstraZeneca vaccine on the EU market following a positive assessment by @EMA_News I expect the company to deliver the 400 million doses as agreed. We will keep on doing all we can to secure vaccines for Europeans, our neighbours & partners worldwide— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 29, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29. janúar 2021 19:20 Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29. janúar 2021 18:54 ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19. 28. janúar 2021 07:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkjaði í kvöld nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga við sambandið - líkt og ESB sakar AstraZeneca um að hafa gert. ESB segir um að ræða „tímabundið fyrirkomulag“ en ekki útflutningsbann. Um hundrað ríki eru á undanþágulista frá heimildinni, þar á meðal Ísland og hin EFTA-ríkin. Þessi ákvörðun ESB stendur enn. ESB gaf það hins vegar einnig út í dag að það hygðist virkja ákvæði í Brexit-samningnum sem snýr að útflutningi ESB til Norður-Írlands. Með því vildi sambandið koma í veg fyrir að Norður-Írlandi yrði eins konar „bakdyr“ fyrir innflutning bóluefnis frá Evrópu til Bretlands. Bresk stjórnvöld lýstu yfir miklum áhyggjum vegna málsins í kvöld. Þá lýsti Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, ákvörðuninni sem „ótrúlegum fjandskap“ af hálfu ESB. Evrópusambandið tilkynnti þó að endingu í kvöld að það hefði hætt við að virkja ákvæðið. Skella skuldinni hvort á annað Evrópusambandið og AstraZeneca hafa staðið í deilum undanfarna daga eftir að fyrirtækið tilkynnti að það gæti ekki staðið við afhendingaráætlun sína á fyrsta ársfjórðungi. Bólusetning í Evrópu mun tefjast vegna þessa. AstraZeneca hefur skellt skuldinni á ESB og sagt sambandið hafa verið of svifaseint að semja um kaup á bóluefni. Þannig skrifuðu Bretar undir samning við AstraZeneca þremur mánuðum á undan ESB. ESB telur hins vegar að AstraZeneca beri að afhenda löndum sambandsins alla skammta sem samið var um. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði til að mynda á Twitter í dag, um leið og hún tilkynnti að bóluefnið hefði fengið markaðsleyfi í Evrópu, að hún byggist við því að allir fjögur hundruð milljón skammtarnir frá AstraZeneca yrðu afhentir. We have just authorised the @AstraZeneca vaccine on the EU market following a positive assessment by @EMA_News I expect the company to deliver the 400 million doses as agreed. We will keep on doing all we can to secure vaccines for Europeans, our neighbours & partners worldwide— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 29, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29. janúar 2021 19:20 Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29. janúar 2021 18:54 ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19. 28. janúar 2021 07:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29. janúar 2021 19:20
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29. janúar 2021 18:54
ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19. 28. janúar 2021 07:04
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“