Innlent

Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áslaug Arna hefur fundað með ríkislögreglustjóra vegna málsins.
Áslaug Arna hefur fundað með ríkislögreglustjóra vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum.

„Við hljótum að líta öll mjög alvarlegum augum á þetta atvik. Stjórnmálamenn eins og aðrir eiga að vera öruggir heima hjá sér.“

Hún fundaði með Sigríði Björk í gær en næstu skref eru óljós. 

„Borgarstjóri virðist ekki falla undir lög um æðstu stjórn ríkisins,“ segir Áslaug Arna og málið þurfi því að skoða. Það sé spurning um hverjir eigi að falla undir þær varnir.  

Til æðstu stjórnar ríkisins teljast embætti forseta Íslands, Alþingi, ríkisstjórn, Hæstiréttur auk ráðuneyta og ríkisstofnana.

Áslaug Arna segir að fólk hljóti að velta fyrir sér hvernig orðræðan hafi þróast undanfarin ár og hvernig hætt verði að bæta úr því. Öll svona mál veki mann til umhugsunar.

„Við viljum auðvitað alltaf tryggja öryggi fólks.“


Tengdar fréttir

Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra

Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.