Innlent

Fólk á tíræðisaldri boðað í bólusetningu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna á Suðurlandsbraut. Bólusetning á hjúkrunarheimilum og framlínu voru í forgangi og nú er komið að fólki á tíræðisaldri sem býr enn á eigin heimili að koma í bólusetningu.
Frá bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna á Suðurlandsbraut. Bólusetning á hjúkrunarheimilum og framlínu voru í forgangi og nú er komið að fólki á tíræðisaldri sem býr enn á eigin heimili að koma í bólusetningu. Vísir/Vilhelm

Þriðjudaginn 2. febrúar mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu 90 ára og eldri, þ.e. fæddir 1931 eða fyrr, COVID-19 bólusetningu á Suðurlandsbraut 34. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni.

Boð um bólusetninguna verða send með SMS skilaboðum og fólk er beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram. Þeir sem eru á þessum aldri en hafa ekki fengið SMS skilaboð geta komið á Suðurlandsbraut 34, milli kl. 9:00 og 15:00 sama dag og fengið bólusetningu.

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og  er minnt á grímuskyldu.

Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×