Enski boltinn

„Við áttum þetta skilið“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexander-Arnold átti frábæran leik í kvöld.
Alexander-Arnold átti frábæran leik í kvöld. Marc Atkins/Getty Images

Trent Alexander-Arnold skoraði og lagði upp er Englandsmeistarar Liverpool unnu sinn fyrsta leik á árinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Tottenham Hotspur. Hann segir Liverpool hafa átt 3-1 sigurinn skilið.

„Við þurfum á þessu að halda og áttum þetta skilið. Við vorum með yfirhöndina nær allan leikinn, það var mark dæmt af þeim sem hefði eflaust breytt leiknum. Við mættum með leikplan sem við spiluðum upp á tíu og eigum stigin þrjú skilið,“ sagði hægri bakvörðurinn í viðtali við BT Sport eftir leik.

„Mörk í leikjum sem þessum breyta því hvernig mótherjinn spilar. Þeir þurftu að koma út úr skelinni í síðari hálfleik. Við áttum auðveldara með að finna pláss, fengum fjölda færa og náðum að nýta nokkur þeirra.“

„Við höfum lent í miklu mótlæti, sérstaklega þegar kemur að meiðslum miðvarða en Joël Matip spilaði vel og Nathaniel Phillips einnig í síðari hálfleik. Þeir stóðu sig vel sem sýnir gæðin sem við höfum út um allan völl. Fyrir sjálfan mig þá er frábært að skora og hjálpa liðinu.“

„Það hefur í rauninni ekkert breyst. Við erum sama lið og við höfum alltaf verið. Við höfum sama hugarfarið, við virðum andstæðinga okkar. Við gerum sömu kröfur til okkar sjálfra, við ætlum að vinna og þetta var frábær frammistaða hjá liðinu í kvöld,“ sagði hinn 22 ára gamli hægri bakvörður að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×