Erlent

Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bóluefni frá Moderna er meðal annars í notkun hér á landi.
Bóluefni frá Moderna er meðal annars í notkun hér á landi. Vísir/SigurjónÓ

Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna.

Frumniðurstöður benda til þess að mótefni sem bóluefnið virkjar ráðist til atlögu gegn nýju afbriðgunum. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta að þetta sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett.

Ný afbrigði veirunnar smitast hratt á milli fólks í fjölmörgum löndum. Vegna stökkbreytingar á veiran auðveldara með að smita frumur en upphaflega veiran sem kom af stað kórónuveirufaraldrinum. Sérfræðingar hafa talið breska afbrigðið allt að sjötíu prósent meira smitandi en upphaflega veiran.

Þau bóluefni sem nú eru í dreifingu um heiminn voru þróuð til varnar upphaflegu veirunni. Vísindamenn telja að þau ættu samt að geta virkað gegn nýjum afbrigðum en mögulega ekki jafn vel.

Frétt á vef BBC.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.