Innlent

Íslendingar sofa allt of lítið

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Hún segir íslensku þjóðina sofa allt of lítið, sem sé áhyggjuefni.
Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Hún segir íslensku þjóðina sofa allt of lítið, sem sé áhyggjuefni. Aðsend

„Allt of stór hluti Íslendinga sefur of lítið en þriðjungur þjóðarinnar er að sofa sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn,“ segir Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi. Þá sofi börn og unglingar líka allt of lítið.

Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns hefur meira en nóg að gera að halda fyrirlestra á netinu, sem bera heitið „Betri svefn“. Hún var nýlega með þannig fyrirlestur í fjarfundi fyrir foreldra í Árborg. Þar kom margt mjög áhugavert fram, meðal annars að Íslendingar sofa allt of lítið.

„Já, allt of stór hluti fólks sefur of lítið. Fullorðnir eru að sofa, eða þriðjungur þjóðarinnar sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn og börn og unglingar líka, því miður, en það er allt of algengt að þau séu að sofa langt undir viðmiðum, það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Erla.

En hvað segja fræðin, hvað eiga fullorðnir og börn og unglingar að sofa mikið?

„Fullorðnir þurfa að sofa sjö til níu tíma og börn og unglingar lengur en það fer þó aðeins eftir aldri. Yngri börnin þurfa lengri svefn en unglingarnir eru með átta til tíu tíma en svo breytist þetta aðeins eftir því hvað við förum neðarlega í aldri en almennt er það þannig að börn og unglingar þurfa meiri hvíld en fullorðnir.“

Erla segir margar ástæður fyrir því að þjóðin sofi allt of lítið.

„Það er auðvitað hraði, áreiti, skjánotkun, koffínneysla, orkudrykkir, og streita, þetta hefur allt áhrif. Við erum kannski upptekin og erum mjög aktíf langt fram á kvöldum og náum ekki að koma okkur í ró og slökkva á símanum og fara að gera okkur klár í svefninn.“

Erla leggur mikla áherslu á að fólk verði að setja svefninn á forgangslistann, góður svefn skipti öllu máli þegar góð heilsa og líðan er annars vegar.

Erla heldur víða fjarfundi um svefn, meðal annars nýlega fyrir foreldra barna í Sunnulækjarskóla á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.