Enski boltinn

Sjáðu markið sem tryggði Wol­ves sigur á utan­deildar­liði Chorl­ey

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wolves þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum í kvöld.
Wolves þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Sam Bagnall/Getty Images

Enska úrvalsdeildarliðið Wolves marði utandeildarlið Chorley í enska FA-bikarnum í kvöld. Chorley gerði sér lítið fyrir og vann B-deildarlið Derby County 2-0 í síðustu umferð. 

Liðið þurfti hins vegar að lúta í gras í kvöld, lokatölur 1-0. 

Leikmenn Chorley gáfu Wolves svo sannarlega leik í kvöld. Vitinha kom Wolves yfir á 12. mínútu leiksins með eina skoti gestanna á markið í kvöld. Markið var vægast sagt glæsilegt.

Þó heimamenn hafi aðeins verið 23 prósent með boltann þá sköpuðu þeir sér töluvert fleiri færi en gestirnir úr úrvalsdeildinni. Alls átti Chorley fimm skot á markið og þrjú sem ekki rötuðu á markið. Wolves eins og áður sagði átti aðeins eitt skot á markið. 

Það dugði til að þessu sinni en leiknum lauk með 1-0 sigri Wolves og bikarævintýri Chorley lokið í ár. Þeir munu því ekki tröllríða samfélagsmiðlum í kvöld með sinni eigin útgáfu af „Someone Like You“ eftir Adele.

Það er nóg um að vera í enska bikarnum um helgina en í hádegin á morgun mætast Southampton og Arsenal. Á sunnudag er svo komið að stórleik Manchester United og Liverpool.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.