Er Pogba bara að auglýsa sig? Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 16:01 Paul Pogba hóf meistaraflokksferil sinn með Manchester United, var hjá Juventus árin 2012-2016 en kom svo aftur til United. Getty/Clive Rose „Er hann að auglýsa sig eða ætlar hann að vera í United í framtíðinni? Ég held að það sé það fyrra,“ sagði Rikki G um Paul Pogba sem blómstrað hefur í liði Manchester United í síðustu leikjum. Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira