Er Pogba bara að auglýsa sig? Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 16:01 Paul Pogba hóf meistaraflokksferil sinn með Manchester United, var hjá Juventus árin 2012-2016 en kom svo aftur til United. Getty/Clive Rose „Er hann að auglýsa sig eða ætlar hann að vera í United í framtíðinni? Ég held að það sé það fyrra,“ sagði Rikki G um Paul Pogba sem blómstrað hefur í liði Manchester United í síðustu leikjum. Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira