Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 10:58 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, á vettvangi vatnslekans á háskólasvæðinu í morgun. Vísir/Egill Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta lítur ekki vel út. Það er þannig að við erum með mjög stóra fyrirlestrasali og kennslustofur á Háskólatorgi og mjög mikla starfsemi í Gimli og af þessum fimm byggingum sem urðu fyrir tjóni, það er mest þar,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu í dag. Einmitt stofurnar sem eru í notkun Kennsla á háskólasvæðinu er í lágmarki þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Jón Atli segir að þrátt fyrir það sé vatnslekinn afar slæmur fyrir starfsemi skólans. „En þetta hefur samt veruleg áhrif og síðan er skrifstofuhúsnæði í Gimli. Gimli er rafmagnslaust sem stendur, það hefur orðið gríðarlegt tjón þar og þar eru líka kennslustofur. Svo þetta er mjög alvarlegt,“ segir Jón Atli. „Þetta eru einmitt stofurnar sem við höfum verið að nota. Þar er hægt að hafa allt að fimmtíu með tveggja metra fjarlægð svo það skiptir máli að þessar tilteknu stofur eru ekki í lagi. En við getum leitað annarra lausna varðandi þetta rými og það er eitt af því sem við þurfum að gera. Skoða hvaða rými við getum notað undir þá starfsemi sem við getur ekki verið hér í Gimli og Háskólatorgi.“ Slökkviliðsmenn dæla vatni í kennslustofu á Háskólatorgi í morgun.Vísir/Egill Ljóst þykir að tjónið gæti hlaupið á hundruð milljónum króna en Jón Atli kveðst þó ekki geta sagt til um það. Hann telur að liðið gætu mánuðir þar til eðlileg starfsemi hefst í byggingunum sem urðu hvað verst úti. „En við sjáum að gólfefni og húsgögn og veggir eru illa farnir, hurðir og þess háttar, svo það þarf að taka þetta allt í gegn. Þannig að tveir, þrír mánuðir eru eitthvert mat sem ég hef varðandi þetta. Og þá erum við komin inn í vorið.“ Strax fengið góð viðbrögð frá ráðuneytinu Aðspurður segir Jón Atli að Háskóli Íslands sé ekki tryggður. „Við erum ríkisstofnun og ríkið tryggir ekki. En við munum tala við okkar ráðuneyti og höfum strax fengið góð viðbrögð þar varðandi þetta mál, og síðan við aðra aðila sem koma að þessu. En ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um það.“ Nú á ellefta tímanum var búið að dæla mesta vatninu út úr skólanum. Jón Atli hrósar viðbragðsaðilum sem komið hafa að hreinsunarstarfinu í morgun. Aðkoma þeirra sem mættu fyrstir á vettvang í nótt hafi verið afar slæm. „Þeir lýstu þessu þannig að þetta hefði bara verið hrikalegt, sérstaklega á þeim stöðum sem voru næst upprunanum. Og bara mjög alvarlegt, sérstaklega í Gimli hefði ástandið verið mjög slæmt. En ég vil líka hrósa þeim sem hafa tekið þátt í þessu björgunarstarfi, bæði starfsfólki skólans, slökkviliði og öðrum.“ Skóla - og menntamál Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Tryggingar Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. 21. janúar 2021 09:03 Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
„Þetta lítur ekki vel út. Það er þannig að við erum með mjög stóra fyrirlestrasali og kennslustofur á Háskólatorgi og mjög mikla starfsemi í Gimli og af þessum fimm byggingum sem urðu fyrir tjóni, það er mest þar,“ segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu í dag. Einmitt stofurnar sem eru í notkun Kennsla á háskólasvæðinu er í lágmarki þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Jón Atli segir að þrátt fyrir það sé vatnslekinn afar slæmur fyrir starfsemi skólans. „En þetta hefur samt veruleg áhrif og síðan er skrifstofuhúsnæði í Gimli. Gimli er rafmagnslaust sem stendur, það hefur orðið gríðarlegt tjón þar og þar eru líka kennslustofur. Svo þetta er mjög alvarlegt,“ segir Jón Atli. „Þetta eru einmitt stofurnar sem við höfum verið að nota. Þar er hægt að hafa allt að fimmtíu með tveggja metra fjarlægð svo það skiptir máli að þessar tilteknu stofur eru ekki í lagi. En við getum leitað annarra lausna varðandi þetta rými og það er eitt af því sem við þurfum að gera. Skoða hvaða rými við getum notað undir þá starfsemi sem við getur ekki verið hér í Gimli og Háskólatorgi.“ Slökkviliðsmenn dæla vatni í kennslustofu á Háskólatorgi í morgun.Vísir/Egill Ljóst þykir að tjónið gæti hlaupið á hundruð milljónum króna en Jón Atli kveðst þó ekki geta sagt til um það. Hann telur að liðið gætu mánuðir þar til eðlileg starfsemi hefst í byggingunum sem urðu hvað verst úti. „En við sjáum að gólfefni og húsgögn og veggir eru illa farnir, hurðir og þess háttar, svo það þarf að taka þetta allt í gegn. Þannig að tveir, þrír mánuðir eru eitthvert mat sem ég hef varðandi þetta. Og þá erum við komin inn í vorið.“ Strax fengið góð viðbrögð frá ráðuneytinu Aðspurður segir Jón Atli að Háskóli Íslands sé ekki tryggður. „Við erum ríkisstofnun og ríkið tryggir ekki. En við munum tala við okkar ráðuneyti og höfum strax fengið góð viðbrögð þar varðandi þetta mál, og síðan við aðra aðila sem koma að þessu. En ég get að öðru leyti ekki tjáð mig um það.“ Nú á ellefta tímanum var búið að dæla mesta vatninu út úr skólanum. Jón Atli hrósar viðbragðsaðilum sem komið hafa að hreinsunarstarfinu í morgun. Aðkoma þeirra sem mættu fyrstir á vettvang í nótt hafi verið afar slæm. „Þeir lýstu þessu þannig að þetta hefði bara verið hrikalegt, sérstaklega á þeim stöðum sem voru næst upprunanum. Og bara mjög alvarlegt, sérstaklega í Gimli hefði ástandið verið mjög slæmt. En ég vil líka hrósa þeim sem hafa tekið þátt í þessu björgunarstarfi, bæði starfsfólki skólans, slökkviliði og öðrum.“
Skóla - og menntamál Slökkvilið Reykjavík Stjórnsýsla Tryggingar Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. 21. janúar 2021 09:03 Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. 21. janúar 2021 09:03
Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57
Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38