Innlent

Hand­ritin í Árna­garði ó­hult

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Nordal er forstöðumaður Árnastofnunar.
Guðrún Nordal er forstöðumaður Árnastofnunar. Háskóli Íslands

„Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar.

Guðrún segir að vatnið sem hafi lekið í Árnagarði hafi ekki verið mikið og að öryggisvörður hafi verið á vaktinni í nótt sem hafi fylgst vel með gangi mála. Hún segir að geymslan fyrir handritin í kjallara byggingarinnar sé auk þess upphækkuð og að þar sé að finna bæði vatns- og reykskynjara.

Mikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í nótt og morgun eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna. Slökkvilið var kallað út skömmu eftir klukkan eitt í nótt vegna lekans og fór mannskapur og dælubílar frá þremur stöðvum á staðinn.

Leikinn er tengdur framkvæmdum við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu og kom upp í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu HÍ. Mikið vatn flæddi inn í aðalbyggingu Háskólans, Gimli, Lögberg, Stúdentakjallarann, Árnagarð og fleiri byggingar sem eru austan megin Suðurgötu.


Tengdar fréttir

Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands

Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×