Joe Biden er 46. forseti Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 16:50 Joe Biden Bandaríkjaforseti. epa/Saul Loeb Joe Biden sór rétt í þessu embættiseið og er nú forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris er varaforseti, fyrst kvenna og fyrst svartra Bandaríkjamanna. Fráfarandi forseti var ekki viðstaddur athöfnina en varaforsetinn Mike Pence mætti ásamt eiginkonu sinni. Þetta mun vera í fyrsta sinn frá 1869 sem fráfarandi forseti er ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns. Pence valdi að vera ekki viðstaddur kveðjuávarp forsetans fyrr í dag. Það var forseti Hæstaréttar, John Roberts, sem fór með eiðinn fyrir forsetann en hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor fór með eiðinn fyrir Harris. Þetta mun vera í fjórða sinn sem Roberts er til staðar fyrir forseta sem hefur á honum litlar mætur en bæði Biden og Obama greiddu atkvæði gegn skipun hans við dómstólinn. Kamala Harris sver embættiseiðinn.AP/Saul Loeb Biden notaðist við biblíu sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1893. Hann hefur áður notað biblíuna við innsetningarathafnir, bæði þegar hann varð öldungadeildarþingmaður og þegar hann sór eið sem varaforseti. Áætlað var að um 25 þúsund hermenn yrðu við öryggisgæslu við athöfnina við þinghúsið. Meðal annarra viðstaddra voru þrír fyrrverandi forsetar; Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton. Lady Gaga söng þjóðsönginn og Jennifer Lopes „This land is your land“. Seinna verður sjónvarpað frá viðburði við Lincoln-minnisvarðann, þar sem Bruce Springsteen, John Legend og Justin Timberlake munu koma fram. Kynnir verður Tom Hanks. Ný stefna mörkuð, strax í dag Meðal fyrstu verka Biden verður að gefa út nokkrar forsetatilskipanir þar sem hann mun meðal annars snúa ákvörðun Trump um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum, endurkalla leyfið sem Trump gaf út vegna Keystone XL olíulagnarinnar og koma á laggirnar nýrri aðgerðastjórn um viðbrögð gegn Covid-19. Þá hyggst hann koma á grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum í öllum opinberum byggingum og fella úr gildi reglur sem Trump gaf út um aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum á landamærunum við Mexíkó. Umræddar reglur greiddu fyrir fjármögnun landamæraveggjarins svokallaða. 200 þúsund flöggum var komið fyrir á National Mall fyrir athöfnina, þar sem þau stóðu í stað áhorfenda.AP/Julio Cortez Harris bíður hins vegar það verkefni að hafa umsjón með því þegar þrír nýir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sverja sinn embættiseið. Þegar það er um garð gengið eiga báðir flokkar 50 sæti í deildinni og Harris mun fara með úrslitaatkvæðið. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03 Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Þetta mun vera í fyrsta sinn frá 1869 sem fráfarandi forseti er ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns. Pence valdi að vera ekki viðstaddur kveðjuávarp forsetans fyrr í dag. Það var forseti Hæstaréttar, John Roberts, sem fór með eiðinn fyrir forsetann en hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor fór með eiðinn fyrir Harris. Þetta mun vera í fjórða sinn sem Roberts er til staðar fyrir forseta sem hefur á honum litlar mætur en bæði Biden og Obama greiddu atkvæði gegn skipun hans við dómstólinn. Kamala Harris sver embættiseiðinn.AP/Saul Loeb Biden notaðist við biblíu sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1893. Hann hefur áður notað biblíuna við innsetningarathafnir, bæði þegar hann varð öldungadeildarþingmaður og þegar hann sór eið sem varaforseti. Áætlað var að um 25 þúsund hermenn yrðu við öryggisgæslu við athöfnina við þinghúsið. Meðal annarra viðstaddra voru þrír fyrrverandi forsetar; Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton. Lady Gaga söng þjóðsönginn og Jennifer Lopes „This land is your land“. Seinna verður sjónvarpað frá viðburði við Lincoln-minnisvarðann, þar sem Bruce Springsteen, John Legend og Justin Timberlake munu koma fram. Kynnir verður Tom Hanks. Ný stefna mörkuð, strax í dag Meðal fyrstu verka Biden verður að gefa út nokkrar forsetatilskipanir þar sem hann mun meðal annars snúa ákvörðun Trump um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum, endurkalla leyfið sem Trump gaf út vegna Keystone XL olíulagnarinnar og koma á laggirnar nýrri aðgerðastjórn um viðbrögð gegn Covid-19. Þá hyggst hann koma á grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum í öllum opinberum byggingum og fella úr gildi reglur sem Trump gaf út um aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum á landamærunum við Mexíkó. Umræddar reglur greiddu fyrir fjármögnun landamæraveggjarins svokallaða. 200 þúsund flöggum var komið fyrir á National Mall fyrir athöfnina, þar sem þau stóðu í stað áhorfenda.AP/Julio Cortez Harris bíður hins vegar það verkefni að hafa umsjón með því þegar þrír nýir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sverja sinn embættiseið. Þegar það er um garð gengið eiga báðir flokkar 50 sæti í deildinni og Harris mun fara með úrslitaatkvæðið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03 Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03
Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47