Lögreglan lýkur brátt rannsókn á málinu í Ásmundarsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2021 15:00 Ásmundarsalur Vísir/Sigurjón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýkur væntanlega rannsókn sinni á hvort að sóttvarnarlög hafi verið brotin í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í framhaldinu verður hún send til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um framhaldið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf þann 30. desember formleg rannsókn á samkvæmi sem lögregla stöðvaði í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Meðal þess sem rannsakað var voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Lögreglan gaf þær upplýsingar í dag að rannsókninni ljúki væntanlega á föstudaginn og í framhaldinu verði hún send á ákærusvið sem tekur ákvörðun um framhaldið. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Reykjavík Tengdar fréttir Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47 Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30. desember 2020 11:56 Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf þann 30. desember formleg rannsókn á samkvæmi sem lögregla stöðvaði í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Meðal þess sem rannsakað var voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Lögreglan gaf þær upplýsingar í dag að rannsókninni ljúki væntanlega á föstudaginn og í framhaldinu verði hún send á ákærusvið sem tekur ákvörðun um framhaldið. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Reykjavík Tengdar fréttir Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47 Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30. desember 2020 11:56 Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47
Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30. desember 2020 11:56
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43
Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42