Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 21:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Bernie Sanders, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt handtökuna á rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. Fréttir um handtöku Navalní bárust á sjöunda tímanum í kvöld en Navalní hafði ákveðið að snúa aftur heim til Rússlands frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því í ágúst eftir að fyrir honum var eitrað. Rússnesk yfirvöld halda því fram að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands en hann hefur verið sakaður um fjársvik. Dismayed by the arrest & detention of #Russian opposition leader Alexei @navalny after arriving in #Moscow today. Urging #Russian authorities to release him without delay. Russia must come clear regarding the circumstances of his #Novichok poisoning as documented by the #OPCW— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) January 17, 2021 Guðlaugur skrifaði einnig að rússnesk yfirvöld verði að útskýra hvað hafi átt sér stað þegar eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu Novichok, eitur sem á rætur sínar að rekja til Sovét-tímans. Bernie Sanders hefur einnig lýst yfir vonbrigðum sínum vegna handtökunnar á Twitter. Hann segir að eftir að Navalní hafi lifað af eitrunina hafi hann verið handtekinn við komuna til Rússlands í dag og kallar eftir því að honum verði sleppt lausum. „Bandaríkin verða að standa með þeim sem berjast gegn spillingu og vinna í þágu lýðræðis um heim allan,“ skrifar Sanders. After surviving an attempt on his life, Russian activist Alexei Navalny has been detained after bravely returning to Russia today. I call for his release.The United States must stand with those fighting corruption and working for democracy around the world. https://t.co/eCMB4QeERL— Bernie Sanders (@SenSanders) January 17, 2021 Þá kallar Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, eftir því að Navalní verði sleppt. „Það að Navalní hafi verið handtekinn við komuna til Moskvu er óásættanlegt. Ég kalla eftir því að rússnesk yfirvöld leysi hann úr haldi tafarlaust,“ skrifar hann á Twitter. The detainment of Alexey #Navalny upon arrival in Moscow is unacceptable. I call on Russian authorities to immediately release him.— Charles Michel (@eucopresident) January 17, 2021 Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram til forseta í Hvíta-Rússlandi í haust, tekur í sömu strengi. Hún segir Hvít-Rússa þekkja það vel hverjar afleiðingar þess að stjórnarandstæðingar séu ofsóttir séu. „Þetta kemur sér hvorki vel fyrir Rússa né landið allt,“ skrifar hún á Twitter. Detention of Alexey @Navalny at a Moscow airport is a dangerous step to depriving Russians of political alternatives. Belarus has seen the outcome of such treatment of political opponents. This does not serve the interests of the Russian people and of the country.— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) January 17, 2021 Þá skrifar Ben Rhodes, sem starfaði sem ráðgjafi Baracks Obama í forsetatíð hans, að Navalní sé táknmynd samviskunnar sem alla einræðisherra vanti. Það sé ástæðan fyrir því að þeir hræðist hann svo. Navalny is like the conscience that all of these autocrats lack, which is why they are so terrified of him.— Ben Rhodes (@brhodes) January 17, 2021 Jake Sullivan, sem hefur verið tilnefndur sem þjóðaröryggisráðgjafi Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta, kallar eftir því að Navalní verði sleppt þegar í stað. Árásir rússneskra stjórnvalda á hann séu ekki aðeins mannréttindabrot heldur árás á rússnesku þjóðina sem vilji að stjórnvöld hlusti á sig. Mr. Navalny should be immediately released, and the perpetrators of the outrageous attack on his life must be held accountable. The Kremlin s attacks on Mr. Navalny are not just a violation of human rights, but an affront to the Russian people who want their voices heard.— Jake Sullivan (@jakejsullivan) January 17, 2021 Utanríkisráðherra Póllands, Zbigniew Rau, hefur einnig fordæmt handtökuna og hvetur Navalní til þess að gefast ekki upp. I strongly condemn the detainment of @navalny and hope for his immediate release. I express my solidarity with all Russian people who share the ideals of the detained Russian opposition leader. Alexey, don t give up! #Navalny— Zbigniew Rau (@RauZbigniew) January 17, 2021 Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Fréttir um handtöku Navalní bárust á sjöunda tímanum í kvöld en Navalní hafði ákveðið að snúa aftur heim til Rússlands frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því í ágúst eftir að fyrir honum var eitrað. Rússnesk yfirvöld halda því fram að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands en hann hefur verið sakaður um fjársvik. Dismayed by the arrest & detention of #Russian opposition leader Alexei @navalny after arriving in #Moscow today. Urging #Russian authorities to release him without delay. Russia must come clear regarding the circumstances of his #Novichok poisoning as documented by the #OPCW— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) January 17, 2021 Guðlaugur skrifaði einnig að rússnesk yfirvöld verði að útskýra hvað hafi átt sér stað þegar eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu Novichok, eitur sem á rætur sínar að rekja til Sovét-tímans. Bernie Sanders hefur einnig lýst yfir vonbrigðum sínum vegna handtökunnar á Twitter. Hann segir að eftir að Navalní hafi lifað af eitrunina hafi hann verið handtekinn við komuna til Rússlands í dag og kallar eftir því að honum verði sleppt lausum. „Bandaríkin verða að standa með þeim sem berjast gegn spillingu og vinna í þágu lýðræðis um heim allan,“ skrifar Sanders. After surviving an attempt on his life, Russian activist Alexei Navalny has been detained after bravely returning to Russia today. I call for his release.The United States must stand with those fighting corruption and working for democracy around the world. https://t.co/eCMB4QeERL— Bernie Sanders (@SenSanders) January 17, 2021 Þá kallar Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, eftir því að Navalní verði sleppt. „Það að Navalní hafi verið handtekinn við komuna til Moskvu er óásættanlegt. Ég kalla eftir því að rússnesk yfirvöld leysi hann úr haldi tafarlaust,“ skrifar hann á Twitter. The detainment of Alexey #Navalny upon arrival in Moscow is unacceptable. I call on Russian authorities to immediately release him.— Charles Michel (@eucopresident) January 17, 2021 Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram til forseta í Hvíta-Rússlandi í haust, tekur í sömu strengi. Hún segir Hvít-Rússa þekkja það vel hverjar afleiðingar þess að stjórnarandstæðingar séu ofsóttir séu. „Þetta kemur sér hvorki vel fyrir Rússa né landið allt,“ skrifar hún á Twitter. Detention of Alexey @Navalny at a Moscow airport is a dangerous step to depriving Russians of political alternatives. Belarus has seen the outcome of such treatment of political opponents. This does not serve the interests of the Russian people and of the country.— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) January 17, 2021 Þá skrifar Ben Rhodes, sem starfaði sem ráðgjafi Baracks Obama í forsetatíð hans, að Navalní sé táknmynd samviskunnar sem alla einræðisherra vanti. Það sé ástæðan fyrir því að þeir hræðist hann svo. Navalny is like the conscience that all of these autocrats lack, which is why they are so terrified of him.— Ben Rhodes (@brhodes) January 17, 2021 Jake Sullivan, sem hefur verið tilnefndur sem þjóðaröryggisráðgjafi Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta, kallar eftir því að Navalní verði sleppt þegar í stað. Árásir rússneskra stjórnvalda á hann séu ekki aðeins mannréttindabrot heldur árás á rússnesku þjóðina sem vilji að stjórnvöld hlusti á sig. Mr. Navalny should be immediately released, and the perpetrators of the outrageous attack on his life must be held accountable. The Kremlin s attacks on Mr. Navalny are not just a violation of human rights, but an affront to the Russian people who want their voices heard.— Jake Sullivan (@jakejsullivan) January 17, 2021 Utanríkisráðherra Póllands, Zbigniew Rau, hefur einnig fordæmt handtökuna og hvetur Navalní til þess að gefast ekki upp. I strongly condemn the detainment of @navalny and hope for his immediate release. I express my solidarity with all Russian people who share the ideals of the detained Russian opposition leader. Alexey, don t give up! #Navalny— Zbigniew Rau (@RauZbigniew) January 17, 2021
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21
Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35
Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17