Fyrir leikinn er United þremur stigum á undan Liverpool, ríkjandi meisturum, en sá norski segir að eftir gengi síðustu ára sé United litla liðið þegar það mætir á heimavöll meistaranna á morgun.
„Ef maður horfir á síðustu leiktíðir sá myndi það vera óvænt og sjokk ef við myndum vinna leikinn,“ sagði Solskjær, samkvæmt Goal.
„Staða okkar í deildinni er afraksturs fyrir alla þessa erfiðu vinnu sem við höfum lagt á okkur, á hverjum einasta degi.“
„Við eigum skilið að vera í þeirri stöðu sem við erum í. Við hlökkum til leiksins og vonum að við getum komið á óvart,“ bætti Norðmaðurinn við.
Man Utd boss Solskjaer: Beating Liverpool would be a shock https://t.co/O9mOjwASeQ pic.twitter.com/lfQtKUsEPO
— Goal Africa (@GoalAfrica) January 15, 2021