Enski boltinn

Sol­skjær segir það ó­vænt vinni United á Anfi­eld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stór dagur bíður Norðmannsins á morgun.
Stór dagur bíður Norðmannsins á morgun. Getty/Matthew Peters

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það yrði óvænt úrslit ef toppliðið muni sækja þrjú stig á Old Trafford á sunnudaginn er liðin mætast í toppslag. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 á Anfield á morgun.

Fyrir leikinn er United þremur stigum á undan Liverpool, ríkjandi meisturum, en sá norski segir að eftir gengi síðustu ára sé United litla liðið þegar það mætir á heimavöll meistaranna á morgun.

„Ef maður horfir á síðustu leiktíðir sá myndi það vera óvænt og sjokk ef við myndum vinna leikinn,“ sagði Solskjær, samkvæmt Goal.

„Staða okkar í deildinni er afraksturs fyrir alla þessa erfiðu vinnu sem við höfum lagt á okkur, á hverjum einasta degi.“

„Við eigum skilið að vera í þeirri stöðu sem við erum í. Við hlökkum til leiksins og vonum að við getum komið á óvart,“ bætti Norðmaðurinn við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.