Erlent

Hollenska stjórnin segir af sér

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mark Rutte mun nú leiða starfsstjórn, en þingkosningar fara fram í landinu í mars.
Mark Rutte mun nú leiða starfsstjórn, en þingkosningar fara fram í landinu í mars. Getty

Ríkisstjórn Hollands hefur sagt af sér. Ákvörðunin kemur í kjölfar hneykslismáls þar sem þúsundir fjölskyldna voru ranglega sakaðar um að svindla á barnabótakerfinu.

Fjölskyldunum var gert að endurgreiða ríkinu bætur. Fjöldi lenti svo í miklum fjárhagserfiðleikum í kjölfarið. Lodewijk Asscher, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði af sér í gær vegna sama máls en hann var félagsmálaráðherra í síðustu stjórn Marks Rutte forsætisráðherra.

Búist er við að stjórn Ruttes starfi áfram fram að kosningum í mars. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er þetta ekki í fyrsta sinn sem hollensk ríkisstjórn segir af sér á einu bretti. Það gerðist líka árið 2002 eftir birtingu skýrslu þar sem ráðherrar voru sakaðir um að beita sér ekki af nægri hörku gegn fjöldamorðinu í Srebrenica sjö árum fyrr.

Skoðanakannanir nú sýna afar góða stöðu Frelsis- og lýðræðisflokks Ruttes, eða 43 prósent samkvæmt könnun I&O Research frá því fyrr í vikunni. Frelsisflokkur öfgaþjóðernissinnans Geert Wilders mælist svo næststærstur með tuttugu prósent.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.