Erlent

Komust yfir mörg hundruð vega­bréfa og skil­­ríkja

Atli Ísleifsson skrifar
Köthen er að finna ekki langt frá Leipzig í austurhluta Þýskalands.
Köthen er að finna ekki langt frá Leipzig í austurhluta Þýskalands. Getty/Heiko Rebsch

Lögregla í Þýskalandi segir að þjófar hafi komist yfir mörg hundruð nýrra vegabréfa og annarra persónuskilríkja eftir að brotist var inn öryggishólf á skrifstofum hins opinbera í Köthen í austurhluta landsins. Þjófarnir stálu jafnframt tveimur fingrafaraskönnum.

Stephanie Behrendt, varabæjarstjóri í Köthen, sagði á fréttamannafundi í gær að skjölin hafi verið geymd í öryggisskáp sem vegur 750 kíló. Þjófarnir hafi sömuleiðis komist yfir nokkurt magn einkennisbúninga bæjarstarfsmanna.

Í frétt DW kemur fram að bæjaryfirvöld í Köthen hafi greint 27 þúsund íbúum, sem biðu þess að fá vegabréfin og önnur skilríki afhent, að nauðsynlegt hafi verið að loka á rafræn skilríki þeirra vegna málsins. Unnið væri að því að framleiða ný skilríki.

Þýsk persónuskilríki, sem eru á stærð við greiðslukort og nefnast Personalausweise, eru flest með kubb þar sem finna má ýmsar upplýsingar, líkt og fingrafar viðkomandi.

Bæjaryfirvöld segja ljóst að öryggiskerfi skrifstofanna hafi verið ábótavant, en þjófanna er enn leitað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.