Stephanie Behrendt, varabæjarstjóri í Köthen, sagði á fréttamannafundi í gær að skjölin hafi verið geymd í öryggisskáp sem vegur 750 kíló. Þjófarnir hafi sömuleiðis komist yfir nokkurt magn einkennisbúninga bæjarstarfsmanna.
Í frétt DW kemur fram að bæjaryfirvöld í Köthen hafi greint 27 þúsund íbúum, sem biðu þess að fá vegabréfin og önnur skilríki afhent, að nauðsynlegt hafi verið að loka á rafræn skilríki þeirra vegna málsins. Unnið væri að því að framleiða ný skilríki.
Þýsk persónuskilríki, sem eru á stærð við greiðslukort og nefnast Personalausweise, eru flest með kubb þar sem finna má ýmsar upplýsingar, líkt og fingrafar viðkomandi.
Bæjaryfirvöld segja ljóst að öryggiskerfi skrifstofanna hafi verið ábótavant, en þjófanna er enn leitað.