Erlent

Meiri­hluti fyrir að á­kæra Støj­berg fyrir Ríkis­rétt

Atli Ísleifsson skrifar
Inger Støjberg var ráðherra innflytjendamála í Danmörku á árinum 2015 til 2019.
Inger Støjberg var ráðherra innflytjendamála í Danmörku á árinum 2015 til 2019. Getty/ Francis Dean/Corbis

Ljóst má vera að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verður ákærð og látin svara til saka fyrir Ríkisrétt (d. rigsrett) þar í landi.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra landsins, segir frá því í tilkynningu að þingflokkur Jafnaðarmanna myndi greiða atkvæði með slíkri tillögu á þingi.

Rannsóknarnefnd þingsins tilkynnti í síðasta mánuði að Støjberg hafi í ráðherratíð sinni, árið 2016, gefið út ólögleg tilmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Náði ákvörðunin til 23 para.

Ákvörðun þingflokks Jafnaðarmanna þýðir að meirihluti sé á þinginu fyrir því að gefa út ákæru.„Rauða blokkin“ á þinginu hyggst greiða atkvæði með, en í „bláu blokkinni“ hefur verið greint frá því að þingflokkur Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins muni einnig greiða atkvæði með. Þingflokkur Venstre, flokks Støjberg, hefur ekki lýst yfir afstöðu í málinu, en formaðurinn Jakob Elleman-Jensen hefur sagst ætla að greiða atkvæði með. Þingflokkur Nye Borgerlige og Danska þjóðarflokksins mun greiða atkvæði gegn tillögunni.

Ríkisréttur Danmerkur líkist að miklu leyti Landsdómi á Íslandi. Ríkisréttur Danmerkur er skipaður þrjátíu mönnum – fimmtán dómurum Hæstaréttar og fimmtán einstaklingum sem kosnir eru af þjóðþinginu.

Inger Støjberg lét á dögunum af varaformennsku í Venstre eftir deilur við Jakob Ellemann-Jensen formann.


Tengdar fréttir

Segir skilið við flokkinn og gerist ó­háður þing­maður

Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.