Meirihluti fyrir að ákæra Støjberg fyrir Ríkisrétt Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2021 09:44 Inger Støjberg var ráðherra innflytjendamála í Danmörku á árinum 2015 til 2019. Getty/ Francis Dean/Corbis Ljóst má vera að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verður ákærð og látin svara til saka fyrir Ríkisrétt (d. rigsrett) þar í landi. Mette Frederiksen, forsætisráðherra landsins, segir frá því í tilkynningu að þingflokkur Jafnaðarmanna myndi greiða atkvæði með slíkri tillögu á þingi. Rannsóknarnefnd þingsins tilkynnti í síðasta mánuði að Støjberg hafi í ráðherratíð sinni, árið 2016, gefið út ólögleg tilmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Náði ákvörðunin til 23 para. Ákvörðun þingflokks Jafnaðarmanna þýðir að meirihluti sé á þinginu fyrir því að gefa út ákæru.„Rauða blokkin“ á þinginu hyggst greiða atkvæði með, en í „bláu blokkinni“ hefur verið greint frá því að þingflokkur Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins muni einnig greiða atkvæði með. Þingflokkur Venstre, flokks Støjberg, hefur ekki lýst yfir afstöðu í málinu, en formaðurinn Jakob Elleman-Jensen hefur sagst ætla að greiða atkvæði með. Þingflokkur Nye Borgerlige og Danska þjóðarflokksins mun greiða atkvæði gegn tillögunni. Ríkisréttur Danmerkur líkist að miklu leyti Landsdómi á Íslandi. Ríkisréttur Danmerkur er skipaður þrjátíu mönnum – fimmtán dómurum Hæstaréttar og fimmtán einstaklingum sem kosnir eru af þjóðþinginu. Inger Støjberg lét á dögunum af varaformennsku í Venstre eftir deilur við Jakob Ellemann-Jensen formann. Danmörk Tengdar fréttir Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. 2. janúar 2021 07:57 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra landsins, segir frá því í tilkynningu að þingflokkur Jafnaðarmanna myndi greiða atkvæði með slíkri tillögu á þingi. Rannsóknarnefnd þingsins tilkynnti í síðasta mánuði að Støjberg hafi í ráðherratíð sinni, árið 2016, gefið út ólögleg tilmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Náði ákvörðunin til 23 para. Ákvörðun þingflokks Jafnaðarmanna þýðir að meirihluti sé á þinginu fyrir því að gefa út ákæru.„Rauða blokkin“ á þinginu hyggst greiða atkvæði með, en í „bláu blokkinni“ hefur verið greint frá því að þingflokkur Frjálslynda bandalagsins og Íhaldsflokksins muni einnig greiða atkvæði með. Þingflokkur Venstre, flokks Støjberg, hefur ekki lýst yfir afstöðu í málinu, en formaðurinn Jakob Elleman-Jensen hefur sagst ætla að greiða atkvæði með. Þingflokkur Nye Borgerlige og Danska þjóðarflokksins mun greiða atkvæði gegn tillögunni. Ríkisréttur Danmerkur líkist að miklu leyti Landsdómi á Íslandi. Ríkisréttur Danmerkur er skipaður þrjátíu mönnum – fimmtán dómurum Hæstaréttar og fimmtán einstaklingum sem kosnir eru af þjóðþinginu. Inger Støjberg lét á dögunum af varaformennsku í Venstre eftir deilur við Jakob Ellemann-Jensen formann.
Danmörk Tengdar fréttir Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. 2. janúar 2021 07:57 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. 2. janúar 2021 07:57