Erlent

Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála innan Evrópusambandsins.
Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála innan Evrópusambandsins. EPA/STEPHANIE LECOCQ

Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum.

Samkvæmt frétt Guardian funduðu heilbrigðisráðherra ESB í dag og lýstu einhverjir á fundinum áhyggjum yfir því að nýja afbrigðið færi huldu höfði, ef svo má að orði komast. Hún væri að dreifast meðal fólks, án þess að greinast.

Því væri mikilvægt að auka raðgreiningu veirusýna í Evrópu.

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði að vegna afbrigðisins þyrfti fólk að draga enn frekar úr samkomum og takmarka samskipti við aðra.

Yfirvöld í Danmörku framlengdu sóttvarnaraðgerðir sínar í dag um þrjár vikur vegna afbrigðisins, sem hefur verið kallað B 1.1.7.. Minnst 208 hafa greinst smitaðir af því þar í landi.

Reuters hefur eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, að hann hafi miklar áhyggjur af dreifingu afbrigðisins. Í Danmörku mega fleiri en fimm ekki koma saman og börum, veitingahúsum og skólum hefur verið lokað.


Tengdar fréttir

Sektuð fyrir að taka ólaðan manninn í göngutúr

Par í Kanada hefur verið sektað fyrir að brjóta gegn útgöngubanni vegna Covid-19 eftir að lögregla stöðvaði þau þar sem konan leiddi manninn í ól. Konan sagðist bara vera „úti að ganga með hundinn“, sem er heimilt samkvæmt reglunum.

WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári

Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×