Stærstu mafíuréttarhöldin í áratugi hafin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2021 17:30 Réttarhöldin eru afar umfangsmikil og fara fram í bænum Lamezia Terme. AP/Valeria Ferraro Stærstu mafíuréttarhöld í áratugaraðir hófust á Ítalíu í morgun. 355 meintir mafíósar og spilltir embættismenn eru sakaðir um skipulagða glæpastarfsemi. Málið snýst um 'Ndrangheta-mafíuna, þá valdamestu á Ítalíu, sem á höfuðstöðvar í Calabria-héraði og er talin ráðandi í kókaínverslun á meginlandinu. Hin ákærðu eru sökuð um meðal annars fjárkúgun, eiturlyfjasmygl, morð og stórfelldan þjófnað. Vegna umfangs réttarhaldanna fara þau ekki fram í hefðbundnum réttarsal heldur í breyttu úthringiveri í bænum Lamezia Terme. Samkvæmt CNN eru sakborningar settir í málmbúr og hundruðum skrifborða hefur verið komið upp fyrir álíka marga lögfræðinga og blaðamenn. Þetta eru stærstu mafíuréttarhöldin á Ítalíu frá því á níunda áratugnum og beindust þau gegn allnokkrum hópum á Sikiley. Réttarhöldin nú snúast einungis um Mancuso-fjölskylduna, eina þá valdamestu innan 'Ndrangheta-mafíunnar. Til marks um það hversu stór réttarhöldin nú eru tók það þrjár klukkustundir að lesa upp nöfn allra verjenda. Í hópnum eru stjórnmálamenn, lögreglumenn, embættismenn og meintir meðlimir og samverkamenn mafíunnar. Þekktustu sakborningarnir eru sagðir Luigi Mancuso, höfuðpaur fjölskyldunnar, og Giancarlo Pittelli, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Forza Italia. Ítalía Tengdar fréttir Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36 Bróðir uppljóstrara sem felldi meðlimi Ndrangheta mafíunnar myrtur á Sikiley Hinn 51 árs gamli Marcello Bruzzese var myrtur í heimabæ sínum Pesaro á Sikiley á jóladag. Bruzzese var bróðir uppljóstrarans Girolamo Bruzzese sem samdi við yfirvöld og veitti upplýsingar um starfsemi Ndrangheta mafíunnar sem eru ein áhrifamestu glæpasamtök heims. 26. desember 2018 16:11 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Málið snýst um 'Ndrangheta-mafíuna, þá valdamestu á Ítalíu, sem á höfuðstöðvar í Calabria-héraði og er talin ráðandi í kókaínverslun á meginlandinu. Hin ákærðu eru sökuð um meðal annars fjárkúgun, eiturlyfjasmygl, morð og stórfelldan þjófnað. Vegna umfangs réttarhaldanna fara þau ekki fram í hefðbundnum réttarsal heldur í breyttu úthringiveri í bænum Lamezia Terme. Samkvæmt CNN eru sakborningar settir í málmbúr og hundruðum skrifborða hefur verið komið upp fyrir álíka marga lögfræðinga og blaðamenn. Þetta eru stærstu mafíuréttarhöldin á Ítalíu frá því á níunda áratugnum og beindust þau gegn allnokkrum hópum á Sikiley. Réttarhöldin nú snúast einungis um Mancuso-fjölskylduna, eina þá valdamestu innan 'Ndrangheta-mafíunnar. Til marks um það hversu stór réttarhöldin nú eru tók það þrjár klukkustundir að lesa upp nöfn allra verjenda. Í hópnum eru stjórnmálamenn, lögreglumenn, embættismenn og meintir meðlimir og samverkamenn mafíunnar. Þekktustu sakborningarnir eru sagðir Luigi Mancuso, höfuðpaur fjölskyldunnar, og Giancarlo Pittelli, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Forza Italia.
Ítalía Tengdar fréttir Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36 Bróðir uppljóstrara sem felldi meðlimi Ndrangheta mafíunnar myrtur á Sikiley Hinn 51 árs gamli Marcello Bruzzese var myrtur í heimabæ sínum Pesaro á Sikiley á jóladag. Bruzzese var bróðir uppljóstrarans Girolamo Bruzzese sem samdi við yfirvöld og veitti upplýsingar um starfsemi Ndrangheta mafíunnar sem eru ein áhrifamestu glæpasamtök heims. 26. desember 2018 16:11 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36
Bróðir uppljóstrara sem felldi meðlimi Ndrangheta mafíunnar myrtur á Sikiley Hinn 51 árs gamli Marcello Bruzzese var myrtur í heimabæ sínum Pesaro á Sikiley á jóladag. Bruzzese var bróðir uppljóstrarans Girolamo Bruzzese sem samdi við yfirvöld og veitti upplýsingar um starfsemi Ndrangheta mafíunnar sem eru ein áhrifamestu glæpasamtök heims. 26. desember 2018 16:11