Forsætisráðherra Eistlands segir af sér í skugga mútumáls Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2021 08:52 Jüri Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra Eistlands frá árinu 2016. Getty Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, hefur ákveðið að segja af sér. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í morgun en þrýstingur á Ratas hefur aukist mikið síðustu misserin vegna mútumáls sem fjöldi háttsettra stjórnmálamanna í landinu hefur verið bendlaður við. „Í stjórnmálum verður að taka erfiðar ákvarðanir til að leysa erfið mál,“ segir Ratas að sögn eistneskra fjölmiðla. SVT segir frá því að spillingarmálið snúi að rannsókn á byggingu verslunarmiðstöðvar í höfuðborginni Tallinn. Mikill fjöldi háttsettra stjórnmálamanna innan stjórnarflokksins, Miðflokksins, kemur þar við sögu og þá sé rannsakað hvað hafi orðið um tugi milljóna evra, sem eyrnamerktir voru til stuðnings fyrirtækja vegna heimsfaraldursins. Jüri Ratas segir í yfirlýsingu að hann þekki ekki til þess að lögbrot hafi verið framin, en að hann sem leiðtogi flokksins beri sem slíkur ábyrgð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér. Mútugreiðslur og fjársvik Lögregla í Eistlandi hefur handtekið fjölda fólks vegna málsins – fólk sem grunað er um mútugreiðslur og fjársvik. Í hópi grunaðra eru framkvæmdastjóri Miðflokksins og ráðgjafi fjármálaráðherrans. Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016 og hefur frá kosningunum 2019 leitt samsteypustjórn Miðflokksins og Isamaa, ásamt popúlistaflokksins Ekre. Reiknað er með að Jüri Ratas gangi á fund Eistlandsforseta síðar í dag þar sem hann greini honum formlega frá afsögn sinni. Forsetinn mun svo fá það hlutverk að veita öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Eistland Tengdar fréttir Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
„Í stjórnmálum verður að taka erfiðar ákvarðanir til að leysa erfið mál,“ segir Ratas að sögn eistneskra fjölmiðla. SVT segir frá því að spillingarmálið snúi að rannsókn á byggingu verslunarmiðstöðvar í höfuðborginni Tallinn. Mikill fjöldi háttsettra stjórnmálamanna innan stjórnarflokksins, Miðflokksins, kemur þar við sögu og þá sé rannsakað hvað hafi orðið um tugi milljóna evra, sem eyrnamerktir voru til stuðnings fyrirtækja vegna heimsfaraldursins. Jüri Ratas segir í yfirlýsingu að hann þekki ekki til þess að lögbrot hafi verið framin, en að hann sem leiðtogi flokksins beri sem slíkur ábyrgð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér. Mútugreiðslur og fjársvik Lögregla í Eistlandi hefur handtekið fjölda fólks vegna málsins – fólk sem grunað er um mútugreiðslur og fjársvik. Í hópi grunaðra eru framkvæmdastjóri Miðflokksins og ráðgjafi fjármálaráðherrans. Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016 og hefur frá kosningunum 2019 leitt samsteypustjórn Miðflokksins og Isamaa, ásamt popúlistaflokksins Ekre. Reiknað er með að Jüri Ratas gangi á fund Eistlandsforseta síðar í dag þar sem hann greini honum formlega frá afsögn sinni. Forsetinn mun svo fá það hlutverk að veita öðrum umboð til stjórnarmyndunar.
Eistland Tengdar fréttir Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24