Forsætisráðherra Eistlands segir af sér í skugga mútumáls Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2021 08:52 Jüri Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra Eistlands frá árinu 2016. Getty Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, hefur ákveðið að segja af sér. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í morgun en þrýstingur á Ratas hefur aukist mikið síðustu misserin vegna mútumáls sem fjöldi háttsettra stjórnmálamanna í landinu hefur verið bendlaður við. „Í stjórnmálum verður að taka erfiðar ákvarðanir til að leysa erfið mál,“ segir Ratas að sögn eistneskra fjölmiðla. SVT segir frá því að spillingarmálið snúi að rannsókn á byggingu verslunarmiðstöðvar í höfuðborginni Tallinn. Mikill fjöldi háttsettra stjórnmálamanna innan stjórnarflokksins, Miðflokksins, kemur þar við sögu og þá sé rannsakað hvað hafi orðið um tugi milljóna evra, sem eyrnamerktir voru til stuðnings fyrirtækja vegna heimsfaraldursins. Jüri Ratas segir í yfirlýsingu að hann þekki ekki til þess að lögbrot hafi verið framin, en að hann sem leiðtogi flokksins beri sem slíkur ábyrgð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér. Mútugreiðslur og fjársvik Lögregla í Eistlandi hefur handtekið fjölda fólks vegna málsins – fólk sem grunað er um mútugreiðslur og fjársvik. Í hópi grunaðra eru framkvæmdastjóri Miðflokksins og ráðgjafi fjármálaráðherrans. Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016 og hefur frá kosningunum 2019 leitt samsteypustjórn Miðflokksins og Isamaa, ásamt popúlistaflokksins Ekre. Reiknað er með að Jüri Ratas gangi á fund Eistlandsforseta síðar í dag þar sem hann greini honum formlega frá afsögn sinni. Forsetinn mun svo fá það hlutverk að veita öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Eistland Tengdar fréttir Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
„Í stjórnmálum verður að taka erfiðar ákvarðanir til að leysa erfið mál,“ segir Ratas að sögn eistneskra fjölmiðla. SVT segir frá því að spillingarmálið snúi að rannsókn á byggingu verslunarmiðstöðvar í höfuðborginni Tallinn. Mikill fjöldi háttsettra stjórnmálamanna innan stjórnarflokksins, Miðflokksins, kemur þar við sögu og þá sé rannsakað hvað hafi orðið um tugi milljóna evra, sem eyrnamerktir voru til stuðnings fyrirtækja vegna heimsfaraldursins. Jüri Ratas segir í yfirlýsingu að hann þekki ekki til þess að lögbrot hafi verið framin, en að hann sem leiðtogi flokksins beri sem slíkur ábyrgð. Því hafi hann ákveðið að segja af sér. Mútugreiðslur og fjársvik Lögregla í Eistlandi hefur handtekið fjölda fólks vegna málsins – fólk sem grunað er um mútugreiðslur og fjársvik. Í hópi grunaðra eru framkvæmdastjóri Miðflokksins og ráðgjafi fjármálaráðherrans. Ratas hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2016 og hefur frá kosningunum 2019 leitt samsteypustjórn Miðflokksins og Isamaa, ásamt popúlistaflokksins Ekre. Reiknað er með að Jüri Ratas gangi á fund Eistlandsforseta síðar í dag þar sem hann greini honum formlega frá afsögn sinni. Forsetinn mun svo fá það hlutverk að veita öðrum umboð til stjórnarmyndunar.
Eistland Tengdar fréttir Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Hættir í kjölfar ummæla um bandarísku kosningarnar Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum. 9. nóvember 2020 14:24