Enski boltinn

„Ég er alltaf á­nægður þegar við vinnum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paul Pogba kom, sá og sigraði á Turf Moor í kvöld.
Paul Pogba kom, sá og sigraði á Turf Moor í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images

Paul Pogba var eðlilega í skýjunum með sigur Manchester United á Turf Moor í kvöld þar sem liðið lagði Burnley 0-1. Sigurinn lyfti Man Utd á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Franski miðjumaðurinn ræddi við Sky Sports eftir leik.

„Við vissum að leikurinn í kvöld yrði erfiður en augljóslega vildum við vinna. Það er aldrei auðvelt að spila hér en við náðum þremur stigum og erum ánægðir með það. Það er samt mjög mikið eftir og við verðum að einbeita okkur það sem eftir lifir tímabils,“ sagði Pogba um leik kvöldsins.

„Það er erfitt en við verðum að haga okkur eins og atvinnumenn. Við vitum að það verður ekki auðvelt. Svo var ég heldur ekki sammála ákvörðun dómarans (að dæma mark Harry Magurie af) en hann er stjórinn inn á vellinum svo við verðum að halda einbeitingu og halda haus, sem við gerðum í kvöld,“ sagði Pogba um áhrif myndbandsdómgæslu á leiki í úrvalsdeildinni.

„Þetta var frábær frammistaða hjá öllum og við verðum að halda áfram. Ég er alltaf hamingjusamur þegar ég vinn, í dag unnum við svo ég er mjög ánægður. Ég er mjög ánægður með að við séum á toppi deildarinnar en eins og ég sagði þá er nóg eftir.“

„Við eigum mikilvæga leiki framundan og verðum að einbeita okkur að þeim núna,“ sagði miðjumaðurinn magnaði að endingu við Sky Sports.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.