Erlent

Sektuð fyrir að taka ólaðan manninn í göngutúr

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla gaf út 750 sektir vegna sóttvarnabrota síðustu helgi.
Lögregla gaf út 750 sektir vegna sóttvarnabrota síðustu helgi. Pixabay

Par í Kanada hefur verið sektað fyrir að brjóta gegn útgöngubanni vegna Covid-19 eftir að lögregla stöðvaði þau þar sem konan leiddi manninn í ól. Konan sagðist bara vera „úti að ganga með hundinn“, sem er heimilt samkvæmt reglunum.

Atvikið átti sér stað í borginni Sherbrooke en á laugardag var útgöngubann sett á frá kl. 20 til 5 um morgun. Að fara út með hundinn er ein af örfáum löglegum ástæðum þess að vera á ferðinni utandyra á þessum tíma.

Lögregla sá til parsins um kl. 21 á laugardagskvöld en þau sögðust vera að fara eftir reglunum og undanþágunni um viðrun gæludýra. Var parið síður en svo samvinnuþýtt, að sögn lögreglu.

Þau voru sektuð um jafnvirði 157 þúsund íslenskra króna en alls gaf lögregla út 750 sektir vegna brota gegn banninu um helgina.

Nærri 670 þúsund Kanadabúar hafa greinst með Covid-19 síðan heimsfaraldurinn braust út.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.