Erlent

Stefna á markaðs­leyfi fyrir AstraZene­ca eftir rúmar tvær vikur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bólusetningar með bóluefni AstraZeneca og Oxfordháskóla eru þegar hafnar í Bretlandi.
Bólusetningar með bóluefni AstraZeneca og Oxfordháskóla eru þegar hafnar í Bretlandi. Getty/Jakub Porzycki

Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur.

Þetta kemur fram í tilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu í morgun. Þar segir jafnframt að unnt sé að afgreiða umsóknina á svo skömmum tíma vegna þess að stofnunin hafi þegar farið yfir gögn um bóluefnið, sem AstraZeneca framleiðir í samstarfi við vísindamenn Oxfordháskóla.

Bólusetningar með bóluefni AstraZeneca eru þegar hafnar í Bretlandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur veitt tveimur bóluefnum markaðsleyfi til notkunar í Evrópu; bóluefni Pfizer og Moderna.

Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst skömmu fyrir áramót hér á landi. Þá komu fyrstu 1.200 skammtarnir af bóluefni Moderna til landsins í morgun. 

Ísland hefur tryggt sér um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca, sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga.


Tengdar fréttir

Bóluefni Moderna komið til landsins

Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti.

Óttast „falskt á­hyggju­leysi“ vegna bólu­efnis

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×