Enski boltinn

Félög áhugasöm um að fá Rúnar Alex að láni frá Arsenal

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson hefur fengið nokkur tækifæri í búningi Arsenal í vetur, í Evrópuleikjum og deildabikarnum.
Rúnar Alex Rúnarsson hefur fengið nokkur tækifæri í búningi Arsenal í vetur, í Evrópuleikjum og deildabikarnum. Getty/Nick Potts

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkmaður í fótbolta, gæti verið á förum frá Arsenal að láni aðeins nokkrum mánuðum eftir komuna til Lundúna frá Dijon í Frakklandi.

Hinn virti miðill The Athletic segir að Arsenal sé á höttunum eftir nýjum varamarkmanni nú þegar opið er fyrir félagaskipti í enska boltanum fram að mánaðamótum. Rúnar Alex hefur verið aðalmarkmanninum Bernd Leno til fulltingis, spilað fjóra sigurleiki í Evrópudeildinni og í 4-1 tapinu gegn Manchester City í enska deildabikarnum. Leno stóð hins vegar í markinu í 2-0 sigrinum gegn Newcastle í framlengdum leik í bikarkeppninni um helgina.

Rúnar Alex var gagnrýndur fyrir frammistöðuna gegn City, meðal annars ein afar slæm mistök, en samkvæmt The Athletic er ákvörðunin um að lána hann út ekki tekin vegna þess leiks. Arsenal hafi alltaf ætlað sér að hafa Rúnar Alex sem „þriðja markmann“ en ekki tekist að landa hentugum varamarkmanni í haust, eftir brotthvarf Emiliano Martinez. Nú sé unnið að því.

The Athletic segir að nokkur félög úr ensku B-deildinni og af meginlandi Evrópu séu áhugasöm um að fá Rúnar Alex að láni. Hann er 25 ára gamall, uppalinn hjá KR, og hafði verið atvinnumaður hjá Nordsjælland í Danmörku í fjögur og hálft ár, og hjá Dijon í Frakklandi í tvö ár, þegar hann gekk í raðir Arsenal.


Tengdar fréttir

Gefa fé­laga­skiptum Rúnars Alex fall­ein­kunn

Enska götublaðið Daily Mail fór yfir félagaskipti „stóru sex“ liðanna í ensku úrvalsdeildinni nú í síðasta félagaskiptaglugga og gaf einkunn. Þar fá félagaskipti landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar falleinunn.

Arteta: Ekki mistök að selja Martinez

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, kveðst ekki sjá eftir því að hafa selt spænska markvörðinn Emiliano Martinez til Aston Villa í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.