Tveir greindust í einkennasýnatöku en einn í sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta eru því færri smit en greint var frá í gær, en tíu greindust í fyrradag og voru níu þeirra í sóttkví.
Fjórtán greindust á landamærunum. Fimm voru með virkt smit, tveir með mótefni og sjö bíða niðurstöðu mótefnamælingar.
351 er nú í sóttkví samanborið við 332 í gær.