Enski boltinn

Sam­herji Gylfa neitar að fagnið hafi snúist um öfgakennda hægri menn í Tyrklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cenk Tosun, Doucoure og Bernard fagna sigurmarki miðjumannsins.
Cenk Tosun, Doucoure og Bernard fagna sigurmarki miðjumannsins. Emma Simpson/Getty

Cenk Tosun, framherji Everton, neitar því að hafa fagnað marki sínu gegn Rotherham í enska bikarnum að nýfasistasið. Tosun skoraði fyrra mark Everton í 2-1 sigri í framlengdum leik.

Tyrkneski framherjinn hefur fengið fá tækifæri í fremstu víglínu Everton á tímabilinu en hann fékk tækifærið í dag. Hann þakkaði traustið og var búinn að skora eftir tíu mínútur.

Í fagninu setti Tyrkjinn hendurnar og fingurnar í loftið. Einhverjir vildu meina að þarna væri Tosun að styðja við Gráu úlfana. Gráu úlfarnir eru samtök tyrkneskra fasista en í árás þeirra myrtu þeir meðal annars hundrað manns í Alveis í Maras í desember árið 1978.

Margir settu spurningarmerki við fagnið um leið en í samtali við The Athletic segja forráðamenn félagsins að það hafi ekki verið áætlun Tyrkjans að styðja við hreyfinguna með fagni sínu.

Hann vissi ekki einu sinni af tilvist þessara öfgakennda hóps. Hann hafi einfaldlega verið að benda upp í loftið og þakka fyrir að hafa komið Everton yfir en þeir unnu að lokum eftir framlengdan leik.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu 25 mínúturnar í venjulegum leiktíma sem og framlenginguna en sigurmark Everton kom í uppbótartíma framlengingarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.