Enski boltinn

Mourinho áhugasamur um varnarmann Real Madrid

Ísak Hallmundarson skrifar
Eder Militao í leik með Real Madrid.
Eder Militao í leik með Real Madrid. getty/Denis Doyle

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, er áhugasamur um að fá varnarmanninn Eder Militao til liðs við sitt lið frá Real Madrid.

Mourinho vill auka við möguleika sína í varnaruppstillingunni en Toby Alderweireld hefur verið að glíma við meiðsli.

Hinn brasilíski Militao kom til Real Madrid á 50 milljónir punda árið 2019 en hefur ekki spilað leik með liðinu síðan í október og verið ónotaður varamaður í tíu leikjum í röð. Tottenham ætlar því að kanna möguleikann á að fá hann á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.