Enski boltinn

Ungu strákarnir hjá Der­by slegnir út af utan­deildar­liði | Jón Daði kominn áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Gill fagnar marki  í dag sem skaut utandeildarliðinu lengra í elstu og virtustu bikarkeppni heims.
James Gill fagnar marki  í dag sem skaut utandeildarliðinu lengra í elstu og virtustu bikarkeppni heims. James GIll/Getty

Utandeildarlið Chorley gerði sér lítið fyrir og sló B-deildarliðið Derby út úr enska bikarnum. Lokatölur 2-0. Derby stillti þó upp varaliði þar sem aðallið félagsins, sem og Wayne Rooney og þjálfarateymið, eru í sóttkví.

Fyrsta mark leiksins gerði Connor Hall á tíundu mínútu leiksins en hann hefur skorað á öllum stigum keppninnar hingað til. Derby reyndi og reyndi en allt kom fyrir ekki og utandeildarliðið bætti við marki skömmu fyrir leikslok. Það gerði Mike Calveleyer og liðið komið í 32 liða úrslit keppninnar.

Jón Daði Böðvarsson spilaði hálftíma er Millwall vann 2-0 sigur á öðru utandeildarliði Boreham Wood. Kenneth Zohore kom Millwall yfir í fyrri hálfleik og stundarfjórðungi fyrir leikslok tvöfaldaði Shaun Hutchinson forystuna.

Norwich vann 2-0 sigur á Cardiff og Nottingham Forest vann 1-0 sigur á Cardiff. Sömu sögu má segja af Luton sem vann 1-0 sigur á Reading.

Úrslit fyrstu leikja dagsins:

Boreham - Millwall 0-2

Everton - Rotherham 2-1 (framlenging í gangi)

Luton - Reading 1-0

Norwich - Coventry 2-0

Nottingham Forest - Cardiff 1-0

Chorley - Derby County 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×