Erlent

Tíu ný­fædd börn fórust í elds­voða í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tíu ungbörn fórust í eldsvoðanum í nótt.
Tíu ungbörn fórust í eldsvoðanum í nótt. Getty/ Sunil Ghosh

Tíu nýfædd börn fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi á Indlandi í morgun. Sjö ungbörnum var bjargað af starfsmönnum sjúkrahússins. Eldurinn kom upp í Bhandara héraðssjúkrahúsinu í vesturhluta Indlands.

Enn er ekki vitað hver orsök eldsvoðans eru en rannsókn er þegar hafin. Eldurinn kviknaði um klukkan tvö í nótt að staðartíma, að sögn sjúkrahússstarfsmanna.

Eldurinn breiddist hratt út og gekk björgunarstarf illa vegna eldsins. Hjúkrunarfræðingur á fæðingadeildinni varð vör við reyk sem streymdi út af vökudeildinni og hringdi á neyðarlínuna.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tísti í morgun samúðarkveðjum til fjölskyldnanna sem misstu ættingja í eldsvoðanum.

„Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í Bhandara, Maharashtra, þar sem við höfum misst dýrmæt ung líf,“ skrifaði forsætisráðherrann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.