Enski boltinn

Enginn bak­vörður hefur skapað meira en sam­herji Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson spjallar í leyni við Lucas Digne.
Gylfi Þór Sigurðsson spjallar í leyni við Lucas Digne. getty/Chris Brunskill

Ef horft er til tölfræði Twitter síðunnar Football Critic er samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, Lucas Digne, sá bakvörður sem skapar flest færi á hverjum 90 mínútum.

Digne, sem hefur verið á meiðslalistanum að undanförnu, hefur átt góðu gengi að fagna hjá Bítlaborgarliðinu eftir að hann kom frá Barcelona sumarið 2018.

Á þessari leiktíð er hann með 0,51 sköpuð færi á hverjar 90 mínútur sem hann spilar, af þeim bakvörður sem hefur spilað fimm hundruð mínútur eða meira.

Ben Chilwell sem skipti frá Leicester til Chelsea í sumar er í öðru sætinu með 0,31 sköpuð færi og í þriðja sætinu er Andy Robertson með 0,30 sköpuð færi.

Aaron Cresswell er í fjórða sætinu með 0,23 sköpuð færi en topp tíu listann má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×