Erlent

Bólu­efni Astra Zeni­ca mögu­lega sam­þykkt fyrir lok janúar

Atli Ísleifsson skrifar
Íslensk stjórnvöld hafa samið um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZenica sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga.
Íslensk stjórnvöld hafa samið um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZenica sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Getty

Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu.

Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að eftir að hafa fengið send fleiri gögn frá AstraZenica sé búist við að fyrirtækið sæki um skilyrt markaðsleyfi í Evrópu þegar í næstu viku.

„Möguleg niðurstaða – lok janúar, fer eftir gögnum og framgang mats,“ segir í tilkynningunni.

Á síðunni boluefni.is kemur fram að mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) sé forsenda markaðsleyfis, en að ekki liggi fyrir hvenær EMA muni gefa út álit.

„Ísland fær um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. Komutími óviss en Astra Zeneca stefnir að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi.“

Lyfjastofnun Íslands hefur nú þegar veitt bóluefni Pfizer/BioNTech og Moderna markaðsleyfi á Íslandi. Bólusetning hófst með bóluefni Pfizer þann 29. desember síðastliðinn. Bárust alls tíu þúsund skammtar til landsins, sem duga fyrir fimm þúsund manns.

Áætlað er að Ísland fái fimm þúsund skammta frá Moderna í janúar og febrúar.


Tengdar fréttir

Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku

Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×