Íslenski boltinn

Vonast til þess að ráða þjálfara fyrir kvennalandsliðið og U21 árs í þessum mánuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. Getty/Shaun Botterill

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að það styttist í að KSÍ ráði U21 árs landsliðsþjálfara. Liðið er á leið í lokakeppni EM í mars.

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn þjálfari A landsliðs karla í síðasta mánuði svo félaginu vantar nú þjálfara.

Guðni Bergsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag og þar sagði hann að það styttist í nýjan þjálfara.

„Við erum mjög nálægt því að ráða nýjan þjálfara,“ sagði Guðni og hélt áfram.

„Við eigum eftir að ganga frá því en þetta lítur mög vel út. Það verður hörkuþjálfari.“

Formaðurinn vildi ekki segja hvenær hann reiknaði með að ráða nýja þjálfara.

Hann vildi heldur ekki játa né neita spurningu Hjörvars Hafliðasonar, umsjónarmanns þáttarins, um að næsti þjálfari væri Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 ára landsliðsins.

Aðspurður um arftaka Jóns Þórs Haukssonar, sem lét af störfum, eftir að hafa komið liðinu á EM 2022 svaraði Guðni:

„Þessi óformlegi listi. Það eru komin nöfn, sem hafa einnig verið í umræðunni, og við höfum velt fyrir okkur. Við munum fljótlega ræða við viðkomandi sem þar eru og ræða við þá þjálfara sem eiga erindi og væri gott að heyra í. Síðan finna niðurstöðuna í því máli, vonandi í þessum mánuði. Við erum með spennnandi kosti og spennnandi lið.“

Umræðuna um U21-árs landsliðið má heyra eftir eina klukkustund og átta mínútur og kvennalandsliðið í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×