Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 16:15 Zuckerberg og félagar hjá Facebook ætla ekki að gefa Trump færi á að breiða út boðskap sinn á Facebook og Instagram á næstu dögum og vikum. Getty Images/Bill Clark-Pool Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist. Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Zuckerberg segir að Facebook vilji almennt tryggja pólitíska umræðu. Trump sé hins vegar að hvetja til ofbeldisfullrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkistjórn. Það geti Facebook ekki liðið. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að þúsundi stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær. Útgöngubanni var komið á í Washington DC en fjórir létu lífið í átökum mótmælenda við lögreglu. „Þeir átakanlegu atburðir sem átt hafa sér stað undanfarinn sólarhring sýna fram á að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að nota síðustu daga sína í embætti til þess að grafa undan friðsamlegum og lögmætum valdaskiptum til löglega kjörins eftirmanns síns, Joes Biden. Ákvörðun hans að nýta stöðu sína til að samþykkja frekar en að fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna við bandaríska þinghúsið hefur eðlilega truflað fólk í Bandaríkjunum og um allan heim. Við fjarlægðum þessar yfirlýsingar í gær því við mátum að áhrif þeirra og tilgangur væri að efna til frekara ofbeldis,“ segir Zuckerberg. „Í framhaldi af því að þingið staðfesti niðurstöður kosninganna hlýtur að vera í forgangi hjá þjóðinni allri að tryggja að síðustu þrettán dagarnir og dagarnir eftir innvígsluathöfnina verði friðsamlegir og í samræmi við lýðræðisleg gildi.“ The shocking events of the last 24 hours clearly demonstrate that President Donald Trump intends to use his remaining...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, January 7, 2021 Forstjórinn segir Facebook hafa leyft Trump forseta að nota vettvanginn í samræmi við reglur miðilsins. „Stundum fjarlægðum við pósta frá honum eða merktum þegar þeir brutu gegn stefnu okkar. Við gerðum þetta því við teljum að almenningur eigi rétt á breiðum aðgangi á pólitískri umræðu, jafnvel umdeildri umræðu. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað og felur í sér hvatningu til ofbeldisfulltrar uppreisnar gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að halda áfram að nota þjónustu okkar á þessu tímabili sé einfaldlega of mikil. Því höfum við ákveðið að hafa aðgang hans að Facebook og Instagram áfram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur þar til framsal valds til nýs forseta hefur farið friðsamlega fram.“ Trump hefur farið mikinn á Twitter þar sem rúmlega áttatíu milljónir manna fylgja honum. Twitter lokaði fyrir aðgang hans í tólf tíma í gær. Ekkert hefur borið á tístum hjá honum í dag eftir að tólf tíma bannið kláraðist.
Facebook Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira