Segja ríkisstjórnina ræða að koma Trump frá völdum Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 02:24 Þingmenn eru mjög óánægðir með forsetann og viðbrögð hans við atburðum kvöldsins. Getty/Al Drago Fréttamenn vestanhafs greina nú frá því að óformlegar viðræður hafi átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að þvinga Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti með því að virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Varaforsetinn Mike Pence tæki þá við embætti fram að embættistöku Joe Biden. Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13
Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06
Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45