Erlent

New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum fékkst Ossoff meðal annars við rannsóknarblaðamennsku og framleiðslu heimildarmynda.
Áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum fékkst Ossoff meðal annars við rannsóknarblaðamennsku og framleiðslu heimildarmynda. epa/Tannen Maury

New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins.

Samkvæmt New York Times telur forskot Ossoff á andstæðinginn David Perdue 27.075 atkvæði. Þetta er naumt, aðeins um 0,6 prósent munur, en ef tölurnar eru réttar getur Perdue ekki krafist endurtalningar þar sem munurinn þarf að vera 0,5 prósent eða minna.

New York Times

Fyrr í dag var greint frá því að demókratinn Raphael Warnock hefði haft betur en repúblikaninn Kelly Loeffler en sigur flokksbræðranna þýðir að báðir flokkar hafa tryggt sér 50 sæti í öldungadeildinni.

Það nægir demókrötum til að ráða lögum og lofum, þar sem varaforsetinn Kamala Harris mun fara með úrslitaatkvæðið. 


Tengdar fréttir

Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn

Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue.

Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu

Útlit er fyrir að Demókratar hafi tryggt sér meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings auk þess að stjórna Hvíta húsinu. Þó niðurstaða liggi ekki fyrir að fullu í aukakosningum til tveggja sæta Georgíu í öldungadeildinni sem fóru fram í gær, virðist sem Demókratar muni ná báðum sætunum.

Afar mjótt á munum í aukakosningunum í Georgíu

Afar mjótt er á munum milli frambjóðenda Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í aukakosningunum sem fram fóru í Georgíu í dag. Í húfi eru tvö þingsæti í öldungadeild Bandaríska þingsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×