Atburðarásin fram að skotinu er óljós, en samkvæmt sjónarvottum var konan skotin í hálsin og flutt með sjúkrabíl af vettvangi. Í útsendingu MSNBC sáust sjúkraflutningamenn flytja konuna í sjúkrabíl á meðan þeir reyndu að stöðva blæðingu úr sárinu.
Minnst fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús í Washington DC í kvöld, þar á meðal einn lögregluþjónn.
Uppfært klukkan 23:13: NBC greinir frá því að konan sem var skotin hafi látist af sárum sínum í kvöld.