Erlent

Konan sem var skotin í þinghúsinu lést

Sylvía Hall skrifar
Frá þinghúsinu í kvöld.
Frá þinghúsinu í kvöld. Getty

Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld.

Atburðarásin fram að skotinu er óljós, en samkvæmt sjónarvottum var konan skotin í hálsin og flutt með sjúkrabíl af vettvangi. Í útsendingu MSNBC sáust sjúkraflutningamenn flytja konuna í sjúkrabíl á meðan þeir reyndu að stöðva blæðingu úr sárinu.

Minnst fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús í Washington DC í kvöld, þar á meðal einn lögregluþjónn.

Uppfært klukkan 23:13: NBC greinir frá því að konan sem var skotin hafi látist af sárum sínum í kvöld.


Tengdar fréttir

Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið

Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×