Íslenski boltinn

Smit áfram með Leikni í efstu deild

Sindri Sverrisson skrifar
Leiknismenn eru mættir á ný í efstu deild.
Leiknismenn eru mættir á ný í efstu deild. vísir/vilhelm

Hollenski markmaðurinn Guy Smit hefur samið við Leikni Reykjavík um að spila áfram með liðinu á komandi leiktíð í fótbolta.

Smit varði mark Leiknis í Lengjudeildinni í fyrra og fengu Leiknismenn á sig fæst mörk allra liða, eða 22 í 20 leikjum.

Leiknismenn voru í 2. sæti deildarinnar þegar KSÍ blés mótið af, þegar tvær umferðir voru eftir, og fengu þar af leiðandi sæti í efstu deild á komandi leiktíð. Framarar, sem voru jafnir Leikni að stigum en með verri markatölu, hafa mótmælt niðurstöðunni og kært hana en án árangurs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.