Erlent

Notuðust við far­síma­gögn til að finna Maxwell

Sylvía Hall skrifar
Ghislaine Maxwell hefur krafist lausnar gegn gjaldi en hún vísar öllum ásökunum á hendur sér alfarið á bug.
Ghislaine Maxwell hefur krafist lausnar gegn gjaldi en hún vísar öllum ásökunum á hendur sér alfarið á bug. AP Photo/John Minchillo

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum.

Lögreglan hafði fengið heimild til þess að rekja farsíma hennar og einnig safna gögnum úr símum nærri hennar.

Maxwell hafði notað síma sínn til þess að hringja í lögmann sinn, systur sína og eiginmann samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Hún er ákærð fyrir mansal og eru fórnarlömb hennar sögð nær öll vera undir lögaldri.

Þannig er henni gefið að sök að hafa hjálpað Epstein að finna og búa ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum sem hún hafi sjálf stundum tekið þátt í. Hún er einnig sökuð um meinsæri í framburði sínum í einkamáli sem höfðað var af konu, sem segist hafa verið fórnarlamb Epstein.

Réttarhöld yfir Maxwell munu hefjast í júlí á þessu ári, en hún hefur setið í fangelsi í New York frá því að hún var handtekin. Hún hefur sótt um reynslulausn í tvígang, en því hefur verið hafnað í bæði skipti.


Tengdar fréttir

Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein

Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri.

Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber

Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.