Erlent

Besti súmó­glímu­kappi Japans greinist með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Hakuho er besti súmóglímukappi Japans um þessar mundir. Hér er hann á Nýársmótinu í Tókýó á síðasta ári.
Hakuho er besti súmóglímukappi Japans um þessar mundir. Hér er hann á Nýársmótinu í Tókýó á síðasta ári. Getty

Japanski súmóglímukappinn Hakuho, sem er efstur á styrkleikalista Súmóglímusambandsins þar í landi, hefur greinst með Covid-19. Meistarinn, sem á rætur að rekja til Mongólíu, fór í sýnatöku eftir að hafa misst lyktarskyn sitt.

Fréttirnar af veikindum Hakuho koma á sama tíma og japönsk stjórnvöld eru sögð íhuga að lýsa yfir neyðarástandi í og í nágrenni höfuðborgarinnar Tókýó þar sem faraldurinn er nú í mikilli uppsveiflu. Segir forsætisráðherrann Yoshihide Suga að ákvörðun muni liggja fyrir á fimmtudag.

Japanir hafa í samanburði við margar aðrar þjóðir ekki gripið til harðra takmarkana þar sem skráð smit hafa verið hlutfallslega færri en víða annars staðar.

Súmóglíma hefur þannig áfram verið heimil frá því að heimsfaraldurinn braust út, þó að smit hafi einnig komið upp innan íþróttarinnar. Þannig var í maí greint frá því að 28 ára súmóglímukappi hafi látist í kjölfar Covid-veikinda.

Hakuho var í fullum undirbúningi fyrir stórmót, Nýársmótið í súmóglímu, sem á að hefjast í Tókýó á sunnudag, þegar hann greindist. Aðrir glímukappar í æfingahóp Hakuho munu nú allir fara í sýnatöku til að kanna hvort þeir hafi einnig smitast af kórónuveirunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.