Erlent

Tanya Roberts ranglega sögð látin

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Roberts í hlutverki Bond-stúlkunnar Stacey Sutton í A View to A Kill árið 1984.
Roberts í hlutverki Bond-stúlkunnar Stacey Sutton í A View to A Kill árið 1984. Keith Hamshere/Getty

Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar.

Nú hefur TMZ hins vegar greint frá því að Roberts sé á lífi og vísar í sama talsmann og hafði áður greint frá því að hún væri látin. Sagði talsmaðurinn meðal annars að eiginmaður Roberts, Lance, hafi einnig talið að Roberts væri látin.

Roberts var flutt á spítala á aðfangadagskvöld eftir að leið yfir hana eftir göngutúr. Hún var sett í öndunarvél en samkvæmt TMZ var það ekki vegna Covid-19.

Roberts er þekktust fyrir hlutverk sín í Bond-myndinni A View to a Kill og sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show.

Í A View to a Kill lék hún Bond-stúlkuna Stacey Sutton en Roger Moore fór með hlutverk breska njósnarans. Í That 70‘s Show lék Roberts síðan Midge, mömmu Donnu Pinciotti, sem var ein aðalpersóna þáttanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×