Útgöngubann á Englandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Heathcliff O'Malley - WPA Pool/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. Sagði Johnson að sökum mikillar uppsveiflu faraldursins í Englandi væri ljóst að grípa þyrfti til harðari aðgerða en hafa verið í gildi að undanförnu. Fólki verði að miklu leyti gert að halda sig heima, nema brýn nauðsyn kalli á annað. Undir það falla meðal annars ferðir til að versla matvörur og lyf. Útgöngubannið tekur gildi á miðnætti. Sagði Johnson að hægt yrði af aflétta því um miðjan febrúar næstkomandi, ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn. Þá verður fólki sem hefur kost á að vinna heima gert að gera það. Skólum á grunnskólastigi, fyrir fimm til 16 ára nemendur, verður þá gert að færa kennslufyrirkomulag sitt yfir á rafrænt form. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sökum þessa væri „ekki sanngjarnt“ að nemendur á því skólastigi yrðu látnir þreyta próf í vor. Fyrr í dag var tilkynnt um sambærilegt útgöngubann í Skotlandi. Skólar geti verið „miðstöð fyrir smitbera“ Johnson sagðist í ávarpi sínu skilja vel þau „óþægindi og stress“ sem lokanir skóla muni hafa í för með sér, bæði fyrir nemendur og foreldra. Ríkisstjórnin hefði gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að halda skólum opnum. „Vandamálið er ekki að skólar séu ekki öruggir staðir fyrir börnin,“ sagði Johnson og bætti við að enn væri ekki talin mikil hætta á að börn veiktust alvarlega af Covid-19. Hann sagði hins vegar að skólar, ef þeim væri haldið opnum í núverandi ástandi, gætu orðið „miðstöðvar fyrir smitbera“ og gætu valdið því að kórónuveirusmit dreifðust inn á mörg heimili. Johnson bætti því við að ef ekkert yrði að gert gæti heilbrigðiskerfið í Bretlandi hreinlega hrunið innan næstu þriggja vikna. Bretar fóru einnig í útgöngubann vegna útbreiðslu veirunnar í vor. Johnson sagði reginmun á stöðunni þá og nú. „Bretland er nú í stærsta bólusetningarátaki í sögu landsins,“ sagði Johnson og bætti við að Bretland hefði bólusett fleiri en önnur Evrópulönd samanlagt. Hér að neðan má sjá ávarp Johnsons frá því í kvöld. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Sagði Johnson að sökum mikillar uppsveiflu faraldursins í Englandi væri ljóst að grípa þyrfti til harðari aðgerða en hafa verið í gildi að undanförnu. Fólki verði að miklu leyti gert að halda sig heima, nema brýn nauðsyn kalli á annað. Undir það falla meðal annars ferðir til að versla matvörur og lyf. Útgöngubannið tekur gildi á miðnætti. Sagði Johnson að hægt yrði af aflétta því um miðjan febrúar næstkomandi, ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn. Þá verður fólki sem hefur kost á að vinna heima gert að gera það. Skólum á grunnskólastigi, fyrir fimm til 16 ára nemendur, verður þá gert að færa kennslufyrirkomulag sitt yfir á rafrænt form. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sökum þessa væri „ekki sanngjarnt“ að nemendur á því skólastigi yrðu látnir þreyta próf í vor. Fyrr í dag var tilkynnt um sambærilegt útgöngubann í Skotlandi. Skólar geti verið „miðstöð fyrir smitbera“ Johnson sagðist í ávarpi sínu skilja vel þau „óþægindi og stress“ sem lokanir skóla muni hafa í för með sér, bæði fyrir nemendur og foreldra. Ríkisstjórnin hefði gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að halda skólum opnum. „Vandamálið er ekki að skólar séu ekki öruggir staðir fyrir börnin,“ sagði Johnson og bætti við að enn væri ekki talin mikil hætta á að börn veiktust alvarlega af Covid-19. Hann sagði hins vegar að skólar, ef þeim væri haldið opnum í núverandi ástandi, gætu orðið „miðstöðvar fyrir smitbera“ og gætu valdið því að kórónuveirusmit dreifðust inn á mörg heimili. Johnson bætti því við að ef ekkert yrði að gert gæti heilbrigðiskerfið í Bretlandi hreinlega hrunið innan næstu þriggja vikna. Bretar fóru einnig í útgöngubann vegna útbreiðslu veirunnar í vor. Johnson sagði reginmun á stöðunni þá og nú. „Bretland er nú í stærsta bólusetningarátaki í sögu landsins,“ sagði Johnson og bætti við að Bretland hefði bólusett fleiri en önnur Evrópulönd samanlagt. Hér að neðan má sjá ávarp Johnsons frá því í kvöld.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira