27 milljóna króna harmsaga sem endar vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2021 15:31 Hewitt spilaði fyrst á hljóðfærið á streymistónleikum í Tómasarkirkju í Leipzig í nóvember í fyrra. Myndin er hins vegar frá 2019. epa/Ricardo Maldonado Rozo Píanóleikarinn Angela Hewitt hefur fundið ástina á ný; 27 milljóna króna Fazioli flygil, sem var sérsmíðaður eftir að ástin hennar eyðilagðist í flutningum í fyrra. „Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það. Tónlist Menning Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
„Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það.
Tónlist Menning Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira