Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, hefur greinst með kórónuveiruna og hefur verið lagður in á sjúkrahús í Los Angeles. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að hinn 87 ára King hafi verið lagður inn á Cedars-Sinai Medical Centre vegna einkenna Covid-19 fyrir rúmri viku.
King er einn þekktasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna og spannar ferill hans rúma sex áratugi. Hann hefur auk þess unnið til fjölda verðlauna, meðal annars Emmy- og Peabody-verðlauna.
Larry King hefur glímt við veikindi síðustu ár og hefur oftar en einu sinni fengið hjartaáfall.
Talsmenn King hafa ekki tjáð sig opinberlega um fréttirnar um sjúkrahúslegu sjónvarpsmannsins, og í frétt BBC kemur fram að ekki liggi fyrir upplýsingar um ástand hans.
Larry King vakti mikla athygli á áttunda áratugnum með útvarpsþátt sinn, The Larry King Show. Á árunum 1985 til 2010 stýrði hann sjónvarpsþættinum Larry King Live á CNN þar sem hann ræddi við fólk úr ýmsum áttum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira