Skemmdarverk, svínshöfuð og gerviblóð á heimilum stjórnmálaleiðtoga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 23:39 Mitch McConnell og Nancy Pelosi. Drew Angerer/Getty Skemmdarverk voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, í dag. Þá var búið að skilja eftir svínshöfuð og gerviblóð fyrir utan heimili Pelosi. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og því að orðin „Hvar eru peningarnir mínir“ auk fjölda blótsyrða hafi verið það sem málað hafði verið á hús McConnell í Kentucky. Telja má líklegt að skemmdarverkin megi rekja til ákvörðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings um að samþykkja ekki frumvarp sem meðal annars hefði fært Bandaríkjamönnum 2.000 dala fjárstuðning á mann, eða um 255.000 krónur, til þess að stemma stigu við fjárhagsvandræðum margra sökum kórónuveirufaraldursins. Áður hafði verið samþykkt að hver Bandaríkjamaður fengi 600 dali, eða um 76.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en fellt í öldungadeildinni, hvar Repúblikanar eru í meirihluta, þrátt fyrir ákall Donalds Trump Bandaríkjaforseta til þingsins um að samþykkja aukinn fjárstuðning við almenning. „Öldungadeildin ætlar ekki að láta undan þrýstingi um að dæla meira lánsfé til ríkra vina Demókrata sem þurfa ekki á hjálp að halda,“ sagði McConnell, sem var mótfallinn frumvarpinu, síðastliðinn miðvikudag. Lögreglan rannsakar skemmdarverkin Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í dag þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki. „Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og óttastjórnmál eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá rannsakar lögreglan í San Francisco í Kaliforníu skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur að svo stöddu ekki tjáð sig um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45 Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. 30. desember 2020 13:45
Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. 29. desember 2020 17:39