Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2020 08:43 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þó að ráðleggingar hans hafi verið umdeildar þá nýtur hann mikils trausts meðal Svía samkvæmt könnunum. EPA Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. „Líklega voru einstaka menn í Svíþjóð smitaðir af kórónuveirunni þegar í nóvember. En það stendur ekki til að kortleggja tilfellin aftur í tímann,“ segir Tegnell í viðtali við sænska fjölmiðla í morgun. „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum leggja á heilbrigðiskerfið.“ Fréttir bárust frá Frakklandi í gær að maður þar í landi hafi verið smitaður af kórónuveirunni 27. desember síðastliðinn, það er fjórum dögum áður en greint var frá fyrsta tilfellinu í Kína. „Ekki var útbreiðsla utan Wuhan fyrr en við uppgötvuðum slíkt í Evrópu. En ég tel að hægt sé að finna einstaka tilfelli meðal ferðamanna sem voru í Wuhan í nóvember, desember. Það er ekki ósennilegt, heldur mjög eðlilegt,“ segir Tegnell. Hefur nóg á sínum herðum Hann segir að sænska heilbrigðiskerfið hafi nóg á sínum herðum og því standi ekki til að rannsaka gömul sýni úr sjúklingum sem höfðu leitað á heilbrigðisstofnanir vegna einkenna lungnabólgu eða flensu í lok síðasta árs. „Það er mikið að gera og það myndi ekki leiða til sérstakra aðgerða.“ Tegnell segir að þó kunni að vera áhugavert að rannsaka hvernig veiran breiddist út í Kína og hvernig hún hagaði sér í upphafi faraldursins. Hvort um hafi verið að ræða einstaka smit úr dýri og í mann, eða hvort veiran hafi smitast í hóp manna yfir lengri tíma. „Það er ekki oft sem við höfum getað rakið smit úr dýrum í menn þegar um er að ræða nýja tegund veiru. Þekking okkar er ekki mikil um hvernig það gerist í raun og veru,“ segir Tegnell og bætir við að það yrði mikils virði til að vita hvernig megi verja sig gegn slíkri þróun í framtíðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. „Líklega voru einstaka menn í Svíþjóð smitaðir af kórónuveirunni þegar í nóvember. En það stendur ekki til að kortleggja tilfellin aftur í tímann,“ segir Tegnell í viðtali við sænska fjölmiðla í morgun. „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum leggja á heilbrigðiskerfið.“ Fréttir bárust frá Frakklandi í gær að maður þar í landi hafi verið smitaður af kórónuveirunni 27. desember síðastliðinn, það er fjórum dögum áður en greint var frá fyrsta tilfellinu í Kína. „Ekki var útbreiðsla utan Wuhan fyrr en við uppgötvuðum slíkt í Evrópu. En ég tel að hægt sé að finna einstaka tilfelli meðal ferðamanna sem voru í Wuhan í nóvember, desember. Það er ekki ósennilegt, heldur mjög eðlilegt,“ segir Tegnell. Hefur nóg á sínum herðum Hann segir að sænska heilbrigðiskerfið hafi nóg á sínum herðum og því standi ekki til að rannsaka gömul sýni úr sjúklingum sem höfðu leitað á heilbrigðisstofnanir vegna einkenna lungnabólgu eða flensu í lok síðasta árs. „Það er mikið að gera og það myndi ekki leiða til sérstakra aðgerða.“ Tegnell segir að þó kunni að vera áhugavert að rannsaka hvernig veiran breiddist út í Kína og hvernig hún hagaði sér í upphafi faraldursins. Hvort um hafi verið að ræða einstaka smit úr dýri og í mann, eða hvort veiran hafi smitast í hóp manna yfir lengri tíma. „Það er ekki oft sem við höfum getað rakið smit úr dýrum í menn þegar um er að ræða nýja tegund veiru. Þekking okkar er ekki mikil um hvernig það gerist í raun og veru,“ segir Tegnell og bætir við að það yrði mikils virði til að vita hvernig megi verja sig gegn slíkri þróun í framtíðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10