Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2020 08:43 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þó að ráðleggingar hans hafi verið umdeildar þá nýtur hann mikils trausts meðal Svía samkvæmt könnunum. EPA Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. „Líklega voru einstaka menn í Svíþjóð smitaðir af kórónuveirunni þegar í nóvember. En það stendur ekki til að kortleggja tilfellin aftur í tímann,“ segir Tegnell í viðtali við sænska fjölmiðla í morgun. „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum leggja á heilbrigðiskerfið.“ Fréttir bárust frá Frakklandi í gær að maður þar í landi hafi verið smitaður af kórónuveirunni 27. desember síðastliðinn, það er fjórum dögum áður en greint var frá fyrsta tilfellinu í Kína. „Ekki var útbreiðsla utan Wuhan fyrr en við uppgötvuðum slíkt í Evrópu. En ég tel að hægt sé að finna einstaka tilfelli meðal ferðamanna sem voru í Wuhan í nóvember, desember. Það er ekki ósennilegt, heldur mjög eðlilegt,“ segir Tegnell. Hefur nóg á sínum herðum Hann segir að sænska heilbrigðiskerfið hafi nóg á sínum herðum og því standi ekki til að rannsaka gömul sýni úr sjúklingum sem höfðu leitað á heilbrigðisstofnanir vegna einkenna lungnabólgu eða flensu í lok síðasta árs. „Það er mikið að gera og það myndi ekki leiða til sérstakra aðgerða.“ Tegnell segir að þó kunni að vera áhugavert að rannsaka hvernig veiran breiddist út í Kína og hvernig hún hagaði sér í upphafi faraldursins. Hvort um hafi verið að ræða einstaka smit úr dýri og í mann, eða hvort veiran hafi smitast í hóp manna yfir lengri tíma. „Það er ekki oft sem við höfum getað rakið smit úr dýrum í menn þegar um er að ræða nýja tegund veiru. Þekking okkar er ekki mikil um hvernig það gerist í raun og veru,“ segir Tegnell og bætir við að það yrði mikils virði til að vita hvernig megi verja sig gegn slíkri þróun í framtíðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. „Líklega voru einstaka menn í Svíþjóð smitaðir af kórónuveirunni þegar í nóvember. En það stendur ekki til að kortleggja tilfellin aftur í tímann,“ segir Tegnell í viðtali við sænska fjölmiðla í morgun. „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum leggja á heilbrigðiskerfið.“ Fréttir bárust frá Frakklandi í gær að maður þar í landi hafi verið smitaður af kórónuveirunni 27. desember síðastliðinn, það er fjórum dögum áður en greint var frá fyrsta tilfellinu í Kína. „Ekki var útbreiðsla utan Wuhan fyrr en við uppgötvuðum slíkt í Evrópu. En ég tel að hægt sé að finna einstaka tilfelli meðal ferðamanna sem voru í Wuhan í nóvember, desember. Það er ekki ósennilegt, heldur mjög eðlilegt,“ segir Tegnell. Hefur nóg á sínum herðum Hann segir að sænska heilbrigðiskerfið hafi nóg á sínum herðum og því standi ekki til að rannsaka gömul sýni úr sjúklingum sem höfðu leitað á heilbrigðisstofnanir vegna einkenna lungnabólgu eða flensu í lok síðasta árs. „Það er mikið að gera og það myndi ekki leiða til sérstakra aðgerða.“ Tegnell segir að þó kunni að vera áhugavert að rannsaka hvernig veiran breiddist út í Kína og hvernig hún hagaði sér í upphafi faraldursins. Hvort um hafi verið að ræða einstaka smit úr dýri og í mann, eða hvort veiran hafi smitast í hóp manna yfir lengri tíma. „Það er ekki oft sem við höfum getað rakið smit úr dýrum í menn þegar um er að ræða nýja tegund veiru. Þekking okkar er ekki mikil um hvernig það gerist í raun og veru,“ segir Tegnell og bætir við að það yrði mikils virði til að vita hvernig megi verja sig gegn slíkri þróun í framtíðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10