Gary Neville búinn að ákveða hvernig hann ætlar að stríða Liverpool mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:00 Gary Neville kveið fyrir stundinni þegar Liverpool yrði aftur enskur meistari en á miklu auðveldara með að sætta sig við það undir núverandi kringumstæðum. Samsett/Getty Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira