Gary Neville búinn að ákveða hvernig hann ætlar að stríða Liverpool mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:00 Gary Neville kveið fyrir stundinni þegar Liverpool yrði aftur enskur meistari en á miklu auðveldara með að sætta sig við það undir núverandi kringumstæðum. Samsett/Getty Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira